is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17201

Titill: 
  • Afbrotahegðun og ADHD: Umfjöllun um erlendar og íslenskar rannsóknir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vandi vegna afbrota er mikill í flestum ef ekki öllum samfélögum og margir telja vandann fara vaxandi. Ástæður afbrota geta verið margvíslegar og ekki eru allir á einu máli um hvað veldur því að fólk fremur afbrot. Líffræðilegar skýringar hafa verið áberandi, bæði erlendis og hér á landi, og greining á ADHD áberandi í afbrotafræðinni. ADHD er talin ein algengasta hegðunarröskun barna og unglinga. Á síðustu árum hefur komið í ljós að röskunin getur haldið áfram á fullorðinsárum og valdið einstaklingum, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi verulegum óþægindum og truflunum. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að einstaklingar sem fá ekki viðeigandi meðhöndlun séu í áhættuhópi hvað varðar frávikshegðun og þar með talið afbrotahegðun. Enn fremur benda rannsóknir til þess að hátt hlutfall af föngum séu með röskunina. Í þessari heimildaritgerð er fjallað um þau tengsl sem kunna að finnast á milli ADHD og afbrotahegðunar og sjónum sérstaklega beint að rannsóknum sem gerðar hafa verið á erlendum og íslenskum föngum. Með því að skoða þessar rannsóknir má leiða líkur að því að ADHD spili stóran þátt er kemur að afbrotahegðun, og þá mun frekar hjá síbrotamönnum en þeim sem fremja stök afbrot. Stuðst er m.a. við erlendar fræðibækur og kennslubækur, íslenskar kennslubækur, erlendar greinar og erlendar og íslenskar rannsóknir

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afbrotahegðun og ADHD2.pdf527.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna