is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17208

Titill: 
  • Hönnun myndavéla einingar í Gavia kafbát Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið felur í sér hönnun, smíði og samsetningu myndavéla einingar í Gavia kafbát Háskóla Íslands. Kafbáturinn er settur saman úr nokkrum smærri einingum og er þessi nýja eining ætluð til að auka gæði myndgreiningar á rannsóknum á sjávarbotni.
    Einingin þarf að þola þrýsting niður á 500 m dýpi og þarf að geta borið hágæða myndavél og linsu. Við hönnun einingarinnar var leitast við að auðvelt sé að skipta um linsur og myndavél
    til að uppsetning hennar henti aðstæðum sem best hverju sinni.
    Við lausn verkefnisins þurfti að spennugreina eininguna og ganga frá samskeytum með það fyrir augum að ekki væri hætta á leka, ásamt því að straumfræðilegir eiginleikar hennar voru
    skoðaðir. Notkunarsvið hennar var skoðað með tilliti til
    breytilegra tegunda linsa, ásamt því að leyfilegum massa og staðsetningu hans var gerð skil með tilliti til hlutleysis og stöðuleika undir yfirborði.
    Einnig var komið fyrir íhlutum til að bæti virkni einingarinnar með það fyrir augum að ekki þyrfti að opna hana til að stjórna styllingum eða nálgast gögn.

Samþykkt: 
  • 22.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokav. Ingi Mar Jónsson.pdf50.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna