is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17209

Titill: 
 • Iðnaðarsvæði á Íslandi, möguleg iðnaðaruppbygging í núverandi kerfi og næstu kynslóð flutningskerfis Landsnets.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Landsnet í samvinnu við verkfræðistofuna EFLU hefur skilgreint fyrirhuguð iðnaðarsvæði á Íslandi og skipt þeim í fjóra flokka. Þessi svæði eru skilgreind út frá gildandi aðalskipu-lagsáætlunum allra sveitarfélaga á landinu sem komin eru í auglýsingar- eða samþykktarferli.
  Verkefnið felst í að skilgreina nákvæma útmötunargetu í raforkukerfinu á 28 af 57 afhendingarstöðum Landsnets fram til ársins 2030.
  Raforkukerfið var álagsprófað með hliðsjón af stöðugleika þess og truflanir voru greindar á þeim línum sem tilheyra viðkomandi afhendingarstað.
  Í kerfislíkani var útmötun greind í fjórum sviðmyndum. Hver sviðsmynd nær til 5 ára þar sem tilgreindar eru allar þær styrkingar í miðlæga og svæðisbundna flutningskerfinu sem fyrirhugaðar eru á næstu árum. Einnig var sett inn ný orkuvinnsla samkvæmt nýtingarflokki Rammaáætlunar og almenn álagsaukning samkvæmt Raforkuspá Orkustofnunar. Út frá þessum upplýsingum var reiknað út hversu mikið afl Landsnet getur mögulega flutt til fyrirhugaðra iðnaðarsvæða í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 22.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iðnaðarsvæði á Íslandi.pdf25.11 MBLokaður til...31.12.2025ForsíðaPDF