Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1721
Í skýrslu þessari er rædd skuldastaða framhaldsskólanemenda hér á landi. Sendur var út spurningalisti til framhaldsskólanema til þess að athuga hvort nemendur skulduðu og þá hversu mikið þeir skulduðu. Spurt var um yfirdrátt, bílalán og aðrar skuldir. Einnig var athugað hver munurinn á skuldum væri eftir aldri nemenda.
Staða íbúðalánamarkaðsins er rædd en íbúðalánamarkaðurinn á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á þeim tímabilum sem skýrslan nær yfir. Gerður var samanburður á útborgun, lánshlutfalli, vöxtum, launum og greiðslubyrði, fyrir hvert ár fyrir sig, frá 1993 og reynt var að sjá út hvenær á þessu tímabili hefði verið hagstæðast og best að kaupa íbúð, með því að skoða til dæmis útborgun sem hlutfall af launum, greiðslubyrði sem hlutfall af launum. Þróun vaxta og lánshlutfalls er rakin og skoðaðar breytingar á íbúðalánamarkaði, eftir að bankar og sparisjóður komu inn á markaðinn á haustmánuðum 2004, en þeir buðu í upphafi lægri vexti og hærra lánshlutfall en áður hafði þekkst á íbúðalánamarkaðinum á Íslandi, en í kjölfar innkomu banka og sparisjóða á markaðinn hækkaði húsnæðisverð mjög mikið, hlutfallslega meira en hækkunin varð 2002, en þá rauk húsnæðisverð einnig upp. Miðað við þessa útreikninga er svo reynt að svara spurningunni um það hvort það sé erfiðara að kaupa íbúð í dag heldur en það var fyrir um það bil 10 árum síðan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 1.39 MB | Lokaður | "Fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrr og nú"-heild |