is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17216

Titill: 
  • Lifandi landslag. Hulduheimar Skagafjarðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lifandi landslag er hugmynd að smáforriti sem býður notendum upp á að kynnast þjóðsögum sem tengjast Skagafirði í gegnum spjaldtölvu og snjallsíma. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort gerlegt sé að skapa smáforrit sem miðlar íslenskum þjóðsögum, hvaða leiðir eru færar og hvernig megi nýta það.
    Íslenskar þjóðsögur eru tilvalið viðfangsefni, þær veita bæði afþreyingu og hafa menntungargildi. Lifandi landsag mætti nota sem kennslugagn og nýtist það í samfélagsfræði, íslensku og grenndarkennslu í Skagafirði. Það brýtur upp námsumhverfið og tengir þjóðsögur við landslagið sem fyrir augu ber. Forritið fellur vel að menningarstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og gæti nýst til að auka ferðir innlendra ferðamanna um svæðið.
    Verði Lifandi landslag að veruleika eru möguleikar til stækkunar margir. Auðvelt er að auka við efnið þegar grunnurinn hefur verið skapaður og opnast þar möguleikar á samstarfi við önnur menningartengd verkefni. Einfalt er að yfirfæra forritið á önnur svæði og jafnvel landið allt.
    Kostnaður og vinna sem þarf að leggja í forritið reyndist vera minni en reiknað var með í upphafi. Upplýsingar úr gagnagrunninum Sagnagrunni auðvelduðu val og vinnslu á þjóðsögum og grunnleiðsöguforritið Locatify auðveldar forritun á Lifandi landslagi og dregur úr kostnaði hvað það varðar. Vinnan við vinnslu verkefnisins leiddi þannig í ljós að hugmyndin er framkvæmanleg og Lifandi landslag geti orðið að veruleika.

Athugasemdir: 
  • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki eitgerðarinnar sem varðveitt er í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 22.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lifandi Landslag.pdf2,39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna