en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17220

Title: 
  • Title is in Icelandic Lifun og vöxtur smárra skógarplantna : samanburður við hefðbundnar plöntugerðir í nýskógrækt
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ríflega fjórðungur heildarfjárveitinga til landshlutabundnu skógræktarverkefnanna er notaður til plöntukaupa og því mikil hagræðing fólgin í því ef hægt væri að afla ódýrari skógarplantna til nýskógræktarinnar. Í nokkra áratugi hefur þróunarvinna með smáar skógarplöntur (miniplantor) farið fram í Svíþjóð í þeim tilgangi að draga úr kostnaði við nýskógrækt. Í þessu verkefni var lögð áhersla á að afla ræktunarreynslu fyrir stafafuru- og rússalerkismáplöntur ræktuðum í ræktunarbökkum með 13 ml hólfum. Sáð var til smáplantna þrisvar á tímabilinu 23. mars - 6. júní 2011 og þær aldar upp í 10-12 vikur. Smáplönturnar og hefðbundnar plöntugerðir í 50 ml og 93 ml hólfum voru gróðursettar sumarið og haustið 2011 í þrjár landgerðir á tveimur stöðum í Eyjafirði og fylgst með lifun og vexti haustin 2012 og 2013.
    Rússalerkismáplöntur frá fyrstu sáningu 23. mars stöðvuðu vöxt stuttu eftir spírun. Talið er að orsökin sé stutt daglengd og því mælt með lýsingu fyrir rússalerki sem sáð er á þessum tíma árs til þess að lengja daginn. Stafafura úr fyrstu sáningu stöðvaði hinsvegar ekki vöxt. Æskilegt er að sá smáplöntum ekki mikið seinna en í þriðju viku marsmánaðar svo þær nái 8-10 vikna ræktunartíma fyrir gróðursetningu og þar með ásættanlegri hæð.
    Helstu niðurstöður eftir tvö og þrjú vaxtartímabil tilraunaplantnanna í útjörð sýna að smáplöntur lifa verr en hefðbundnar skógarplöntur. Þær verða fyrir meiri afföllum vegna ranabjöllunags, en ranabjallan er ein helsta ástæða affalla hjá smáplöntunum. Smáplöntur eiga erfitt uppdráttar þar sem samkeppni við annan gróður er mikil, en lifa jafn vel og hefðbundnar plöntur í rýru landi og má sjá tækifæri fyrir notkun þeirra þar. Í tilrauninni kom fram góð fylgni stærðar og forms allra skógarplöntugerðanna við lifun og vöxt þeirra eftir góðursetningu, sem sýndi að litlar og renglulegar plöntur höfðu minni þrótt og lífslíkur en stærri plöntur. Haustgróðursetning kom verr út fyrir smáplöntur heldur en sumargróðursetning og bendir margt til þess að þær þoli illa að vera gróðursettar seint að hausti.
    Erfitt er að segja til um hvort hagstætt sé að nota smáplöntur fyrr en betur hefur verið rannsakað, hver hinn raunverulegi framleiðslukostnaður er, hve stórt ræktunarhólf smáplantna þurfa að vera svo þær standist nag ranabjöllulirfunnar betur og hversu vel þær þrífast í nýskógrækt samanborið við hefðbundnar plöntugerðir.

Accepted: 
  • Jan 23, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17220


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_2013_Trausti_Johannsson.pdf2.4 MBOpenHeildartextiPDFView/Open