is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17221

Titill: 
 • Klettaskóli : skólalóð fyrir börn með sérþarfir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessa verkefnis var að kanna hvernig skipuleggja má umhverfi skólalóðar fyrir hreyfi- og þroskahömluð börn, sem hefur jákvæð á þroska og líðan þeirra, með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru til þannig umhverfis.
  Verkefni þetta gekk út frá hugmyndafræði um lækningargarða og kenningum um áhrif náttúrulegs umhverfis á andlega heilsu notenda. Hvernig nota megi hönnuð svæði í náttúrulegu umhverfi til þess að efla skynjunartækifæri þeirra sem búa við skerðingar á einhverju sviði og auka skilning og umhyggju nemenda fyrir skólalóðinni sinni og náttúrunni.
  Skoðuð voru erlend fordæmi til þess að kanna hvaða lærdóm draga má af þeirri vinnu, þar sem þekking og reynsla erlendis frá er talsvert meiri en hér á landi. Framkvæmd var rannsókn meðal starfsfólks og nemenda skólans í formi spurningarlista um upplifun þeirra af lóðinni og óskir um úrbætur. Niðurstöður rannsókna og greininga voru svo notaðar til þess að setja saman
  hönnunarforsendur sem útfærðar voru í hönnunartillögu.
  Hönnunartillaga var unnin á hugmyndastigi og valin svæði kynnt sérstaklega með útfærslum og skýringarmyndum. Í tillögunni sjálfri var gengið út frá því að skerða leikumhverfi barnanna ekki, þrátt fyrir tvöföldun á byggingarmagni skólans og bæta aðgengi að náttúrulegu svæði á austurhluta lóðarinnar með hjólastólafærum stíg, sem einnig myndi nýtast sem “skynjunarstígur”
  með þar til gerðum dvalarsvæðum.

Samþykkt: 
 • 23.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2013_Heidar_Smari_Hardarson.pdf33.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna