is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17222

Titill: 
  • Persónulegur ráðgjafi í barnaverndarmálum. Notkun, framkvæmd og markmið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um notkun úrræðisins persónulegs ráðgjafa sbr. 24. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Markmið rannsóknarinnar er að skoða í hvaða tilvikum úrræðið er notað, hvert markmið og framkvæmd úrræðisins er og árangurinn sem það skilar. Áðurnefnt úrræði hefur lítið verið rannsakað hér á landi. Gildi rannsóknarinnar er því bæði fræðilegt og hagnýtt en niðurstöðurnar geta nýst starfsemi barnaverndar og jafnvel leitt til hagsbóta fyrir börn og fjölskyldur sem njóta stuðningsúrræðisins. Innihaldsgreind voru mál 24 barna sem fengu persónulegan ráðgjafa í fyrsta sinn árið 2012 annars vegar á vegum barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar og hins vegar barnaverndarnefndar Kópavogs. Í flestum málunum var um að ræða barn sem var 13 ára eða eldra. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að flest barnanna í úrtakinu glímdu við einhvers konar erfiðleika, þá fyrst og fremst félagsleg og tilfinningaleg vandkvæði. Stuðningsnet fjölskyldna barnanna var oft og tíðum takmarkað og rúmlega helmingur fjölskyldnanna átti við fjárhagslega erfiðleika að etja. Í mörgum málanna upplifðu mæður barnanna jafnframt fjölþættan vanda sem fólst einna helst í geðrænum vandkvæðum, vímuefnavanda eða erfiðleikum við að setja barni mörk og halda uppi aga. Upplýsingar um feður barnanna voru oftar en ekki mjög takmarkaðar. Í flestum tilfellum var markmið úrræðis að veita barni félagslegan og tilfinningalegan stuðning. Einnig var algengt að barni væri útvegað persónulegum ráðgjafa í því skyni að styðja það í átt að betri námsárangri. Úrræðið var alla jafna veitt í 16 eða 20 klukkustundir á mánuði og var algengast að það stæði yfir í sex til tíu mánuði. Í flestum tilvikum var haft eftirlit með málum barnanna en aftur á móti var takmarkaður stuðningur veittur til persónulegu ráðgjafanna af starfsmönnum barnaverndarnefndar. Gögnin þóttu ekki gefa nægilega skýra mynd af árangri úrræðisins.

Samþykkt: 
  • 24.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrún Kristjánsdóttir lokayfirferð KK.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna