is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17224

Titill: 
 • Íslensk einhljóð. Formendur og lengd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Íslensk málhljóð samanstanda af samhljóðum og sérhljóðum. Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð, sem og löng og stutt sérhljóð. Formendur eru ákveðin tíðnisvið þar sem samhljómunar gætir. Formendur ákvarða hljómblæ sérhljóðsins og gera okkur kleift að heyra mun á þeim.
  Ásta Svavarsdóttir og félagar framkvæmdu rannsókn árið 1982 þar sem þau mældu meðaltíðni formenda íslenskra einhljóða eftir kyni. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að munur er á meðaltíðni formenda í löngum og stuttum einhljóðum og eins var kynjamunur til staðar.
  Þessi rannsókn var endurgerð á þeirri rannsókn, en gerðar voru umfram mælingar á formendum samanborið við rannsókn Ástu og félaga til að skoða hvort breytingar væru á mynstri hljóðrófs eftir staðsetningu innan formenda. Ásta og félagar mældu meðaltíðni í miðju sérhljóðanna en í þessari rannsókn voru einnig gerðar mælingar við 25% og 75% af lengd sérhljóðanna. Auk þess að hafa fleiri mælingar innan hvers formanda voru líka notuð mælitæki sem gerðu rannsóknaraðilum kleift að fá nákvæmari niðurstöður en þau mælitæki sem Ásta Svavarsdóttir og félagar notuðu. Átta þátttakendur voru fengnir til að lesa upp orðalista sem innihélt öll einhljóðin í umhverfinu s_s(s)a. Niðurstöður sýndu fram á að meðallengd einhljóða eru ávallt um helmingi lengri fyrir langa sérhljóða en fyrir samsvarandi stutta. Samkvæmt niðurstöðum má einnig álykta að meðaltíðni formenda fyrir konur sé ávallt hærri en meðaltíðni formenda fyrir karla. Þessar niðurstöður samræmast að mestu leyti niðurstöðum Ástu Svavarsdóttur og félaga (1982).
  Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa formendum, kortleggja meðaltíðni formenda í íslenskum einhljóðum sem og meðallengd þeirra. Munurinn á stuttum og löngum einhljóðum var skoðaður sem og hvort kynjamunur væri til staðar.

Samþykkt: 
 • 24.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf849.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna