is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17239

Titill: 
 • Gjörningar sem kennsluaðferð í listum
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Meistaraverkefnið Gjörningar sem kennsluaðferð í listum skoðar, eins og nafnið gefur til kynna, menntandi möguleika gjörninga listformsins í kennslu. Það er gert með því að móta aðferð sem nefnist gjörningamiðuð kennsluaðferð. Hér verður greint ítarlega frá þeirri aðferð; hugmyndafræði hennar, uppbyggingu, áherslum, framsetningu og fræðilegum rökstuðningi. Gjörningamiðuð kennsluaðferð er samsett af gjörningum, gjörningafræði og gagnrýnni kennsluaðferð. Með aðferðinni er fyrst og fremst lögð áhersla á gjörningalistformið og mikilvægi þess sem listmiðils í listkennslu og möguleikum þess sem kennsluaðferð í listum. Þá er forsenda gjörningamiðaðrar aðferðar sérstaklega skoðuð og rökstudd út frá Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011), Aðalnámskrá framhaldsskóla listgreinar (1999) og Grunnþáttum nýrrar menntastefnu (2012). Dregin verður upp grófleg mynd af nokkrum hugmyndum og ólíkum viðhorfum hvað varðar gjörninga á sviði kennslufræða og hvað ber að hafa hugfast þegar kemur að þverfaglegu samtali gjörninga við önnur fræði eins og kennslufræði í þessu verkefni. Þá er leitast við að gera greinagóða samantekt á gjörningamiðari kennsluaðferð með því að skoða aðferðafræði gjörninga samhliða aðferðafræði starfendarannsókna. Þetta er gert með því að vinna starfendarannsókn í tengslum við gjörning sem framkvæmdur er í samstarfi við Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
  Verkefnið er mikilvægt í umræðunni um gjörningalist á sviði listmenntunar hvort heldur er stöðu gjörninga sem miðils á sviði listnámsbrauta á framhalds- og háskólastigi eða hvað varðar kennsluaðferðir sem miðast við að nýta gjörninga.
  Með verkefninu vonast ég til þess að auka umræðu um gjörningalist og að tillögur mínar, það að beita starfendarannsóknum bæði á sviði gjörningalistar og gjörningamiðaðri kennsluaðferð, muni stuðla að auknu aðgengi og heimildum um gjörningalist og kennsluaðferðir þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The master´s thesis Performance as a Pedagogical Method in Art Studies examines, as its title suggests, the potential performance art has as a pedagogical method in art studies. The outcome is a pedagogy entitled performative pedagogy. In this study the methodology, ideology, structure, emphases, presentation and theoretical justification of performance pedagogy will be looked at. Performative pedagogy is a combination of performance art, performance studies and critical pedagogy. This particular method first and foremost focuses attention on the performance medium, its importance as an art form in art studies and its potential as a method for teaching art. The theory of performance pedagogy methodology will be particularly looked at and evaluated in the context of the Icelandic Senior Secondary School Syllabus (2011), the Icelandic Senior Secondary School Syllabus for Art Subjects (1999) and the New Education Policy (2012). There is a general discussion of certain concepts and differing opinions regarding performance art in the realm of pedagogy and what needs to be borne in mind when it comes to an interdisciplinary combination of performance art and other specialized fields, e.g. pedagogy. The study seeks to create detailed summary of performative pedagogy, done through an examination of the methodology of performance art and the methodology of action research. This is attained by carrying out the action research in connection with performances done in partnership with Bergþóra Snæbjörnsdóttir.
  This study offers an important contribution to the debate on the place of performance art in art education, whether in the context of performance as a medium in art subjects at second or third level education, or teaching methods that wish to incorporate performance art.
  With this study the author hopes to encourage further debate on performance art; also that the recommendations put forward in the study regarding action research in the areas of performance art and performance-oriented teaching methods should result in better access to an increasing number of sources on performance art and its teaching methodology.

Samþykkt: 
 • 29.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gjörningar sem kennsluaðferð í listum.pdf638.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna