Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17248
OWAS er vöruhúsakerfi fyrir Dynamics AX og er kerfið í notkun hjá fjölda aðila á Íslandi og erlendis. Kerfið skiptist upp í Dynamics AX hluta, sem skrifaður er í X++, og handtölvuviðmót, sem er skrifað í Delphi.
Verkefnið fólst í að útfæra veflausn fyrir tiltektarferli til að geta betur mætt framtíðarþörfum viðskiptavina sem notast við OWAS vöruhúsakerfið. Handtölvuviðmót kerfisins er gamalt og flókið í viðhaldi. Viðmótið keyrir á dýrum vélbúnaði með litla skjástærð, sem takmarkar magn upplýsinga sem hægt er að birta tiltektarmanninum, þannig að hann getur lítið áttað sig á umfangi verkefnisins sem er framundan. Ljóst er að spjaldtölvur geta leyst þörf um meiri upplýsingagjöf og yfirsýn bæði fyrir og á meðan verkefni tiltektarmannsins stendur.
Í veflausn okkar er séð til að þess að tiltektarmaðurinn geti skipulagt sína vinnu áður en lagt er af stað. Upplýsingar sem tengjast ákveðinni vöru sjást strax við upphaf tiltektar ásamt mynd af vöru og fleiri upplýsingum sem starfsmaður þarf að hafa til að geta tekið til ákveðna tiltekt. Engar krókaleiðir þarf að fara til að geta tekið þessa ákveðnu vöru til.
Viðmót þetta er einnig skalanlegt svo auðvelt er að notast við hvaða upplausn sem hentar hverju fyrirtæki fyrir sig.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
OWAS_Lokaskyrsla.pdf | 3,3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |