is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17249

Titill: 
  • Hjólastígur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fólst í því að kortleggja mögulega leið fyrir reiðhjól á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur. Leiðin sem varð fyrir valinu liggur að stórum hluta eftir gamla Keflavíkurveginum og Vatnsleysustrandarvegi. Leiðin sem var kortlögð er um 54 km, sem er um 4 km lengri en stysta akstursleið á milli sömu áfangastaða. Um 34 km af leiðinni eru nú þegar malbikaðir og um 16 km eru malarvegir og því um 4 km sem þarf að leggja frá grunni. Kostnaður við að leggja 4 km af nýjum stíg, malbika malarvegi og koma fyrir götumerkingum er um 330 milljónir króna. Hér er reiknað með að kaldblandað 100% endurunnið malbik sé notað en verð á tonni af endurunnu malbiki er um helmingi lægra en verð á tonni af nýju malbiki. Merkt hjólaleið milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur gæti fengið svokallaða EuroVelo vottun. Að fá hjólastíg EuroVelo vottaðan getur verið góð auglýsing fyrir hjólreiðaferðamennsku á Íslandi ásamt því að veita aukna möguleika á aðstoð við uppbyggingu hjólaleiðarinnar. Hjólastígar voru skilgreindir í vegalögum árið 2007 sem leyfði aðkomu Vegagerðarinnar við gerð hjólastíga í fyrsta sinn. Nú hefur Vegagerðin skrifað undir samstarfssamninga við nokkur sveitafélög um uppbyggingu hjólastíga. Í samgönguáætlun kemur fram að kostnaðarþátttaka Vegagerðarinnar má vera meiri meðfram stofnleiðum utan þéttbýlis en innan og á það við um þessa leið.

  • Útdráttur er á ensku

    This project entailed mapping out a possible bicycle route between Keflavík airport and Reykjavík. The route that was mapped out follows mostly gamli Keflavíkurvegur and Vatnsleysustrandarvegur. The route that was mapped out is 54 km long, which is 4 km longer than the shortest driving distance between the same locations. Approximately 34 km of this route are paved and 16 km are gravel roads, therefore about 4 km of new paths need to be constructed. The cost of constructing 4 km of new paths, paving the existing gravel roads, laying road surface marking and street signs is around 330 million ISK. A 100% recycled asphalt is used in the cost estimates which is half the cost of new asphalt. A marked bicycle route from Keflavík airport to Reykjavík could get a so called EuroVelo certification. A EuroVelo certification can be a good advertisement for bicycle tourism in Iceland as well as increase the possibilities for assistance with the construction of the bicycle route. In 2007 bicycle paths were defined in the Icelandic road laws for the first time which allowed for the participation of the Icelandic Road Administration in construction of bicycle paths. Now the Icelandic Road Administration has signed agreements of cooperation with several municipalities regarding construction of new bicycle paths. In Iceland’s Plan for Transportation (ice. samgönguáætlun) it is noted that the participation in cost for the Icelandic road administration can be more in rural areas than urban which applies for this route.

Styrktaraðili: 
  • Mannvit hf
Samþykkt: 
  • 29.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eiríkur Ástvald Magnússon.pdf3,66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna