is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17252

Titill: 
  • Hvíslað í eyra móður jarðar : (saga af lífi og listum)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um helgileikinn Hvíslað í eyra móður jarðar sem er gjörningur til heiðurs náttúrunni og mitt eigið hugverk. Gjörningurinn er háður þátttöku annarra því einungis þannig öðlast hann líf. Markmið mitt er að vekja athygli á þeim áhrifum sem einstaklingurinn hefur á sitt nánasta umhverfi sem og hnattrænt, í dag og í framtíðinni. Gjörninginn hef ég framið þrisvar sinnum við ólíkar aðstæður. Í ritgerðinni skoða ég gjörninginn með hliðsjón af menntunarheimspeki John Dewey, menntun til sjálfbærni og fagurfræði í tengslum við náttúru og listir. Ég mun skoða hvernig þessi fræði vinna saman og geta stuðlað að farsælu líferni.
    Kjarninn í fræðilegri umfjöllun ritgerðarinnar er fagurfræði og skynjun okkar á umhverfinu. Í ritgerðinni velti ég fyrir mér hvernig fagurfræði tengist upplifun á náttúru, listum og daglegu lífi og hvaða erindi hugtakið, eða merking þess, á í samtímanum. Fagurfræðileg upplifun fjallar í grundvallaratriðum um skynjun eða upplifun okkar á umheiminum og því væri nærri lagi að tala um „skynfræði“ í þessu sambandi. Fagurfræðileg upplifun fjallar ekki einungis um jákvæða skynjun, sem við tengjum við fegurð, heldur líka um neikvæða skynjun okkar, það sem veldur okkur ónotum og hryllingi. Undrunin er móðir hugsunarinnar og uppspretta fagurfræðilegrar upplifunar. Ég velti fyrir mér hvers virði undrunin er og hvort að við getum undrast meira í daglegu lífi okkar? Hvernig megna listirnar að vekja með okkur undrun? Í hverju felst fagurfræðileg upplifun og hvaða áhrif hefur hún á okkar innra líf? Ég fjalla einnig um tengsl lista og lifnaðarhátta í samfélagi nútímans. Ég reyni að varpa ljósi á hvort að áhrifamáttur listarinnar til gagnrýni og viðnáms á viðtekinni sýn á ýmsum þjóðfélagslegum málefnum, er til staðar og hvort hún eigi að sinna slíku hlutverki. Í því tilliti fjalla ég um verk nokkurra listamanna og í hverju fagurfræðilegir eiginleikar þeirra felast.

  • Útdráttur er á ensku

    In this thesis I discuss the miracle play or ceremony Hvíslað í eyra móður jarðar (Whispers in the Ear of Mother Earth) which is a performance designed to honour nature and is my own conceptual work. The performance is dependent on the participation of others as this is the only way for it to come alive. My goal is to bring to attention the effects that an individual has on her immediate surroundings, as well as on the global environment, today and in the future. I have staged this performance on three separate occasions, in different circumstances. In the thesis, I explore the performance in the light of John Dewey ́s philosophy of education, education for sustainable development and the aesthetics of nature and art. I will examine how these theories work together and can support and encourage an engaged an enlightened mode of living.
    The core of the thesis ́ theoretical discussion is aesthetics and our perception of the environment. In the thesis, I consider how aesthetics are connected to the experience of nature, art and daily life, and what importance this concept, or its meaning, has in contemporary society. Aesthetic experience is basically about the perception or experience of the world around us and thus it would be fitting to speak of the “theory of sensations” in this regard. Aesthetic experience is not only about positive sensations, which we relate to beauty, but also about our negative sensations, that which causes us disease and horror. Wonder is the mother of thought and the wellspring of aesthetic experience. I explore the value of wonder and whether we can wonder more in our daily life? Is it possible to connect aesthetic experience of nature to the city environment ? How do the arts manage to enliven us to wonder? In what does aesthetic experience reside and what effect does it have on our inner life? I also discuss the connections between art and modes of living in contemporary society. I try to shed a light on whether the power of art to critique and resist received views on various societal matters is in action and also whether art should indeed play such a role. In this regard, I discuss the works of a number of artists and the foundations of their aesthetic characteristics.

Samþykkt: 
  • 29.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvíslað í eyra móður jarðar.pdf2.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Leiðréttingar á heimildarskrá, þess vegna skila ég aftur.