is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17254

Titill: 
 • Tengsl íslenskrar byggingarlistasögu við grunnþætti menntunar á grunnskólastigi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Grunnþættir menntunar og tengsl þeirra við kennslu í íslenskri byggingarlistasögu á grunnskólastigi eru aðalviðfangsefni þessarar rannsóknar. Leitast verður við að rannsaka hvort og hvar megi finna efni til kennslu á íslenskri byggingarlistasögu í grunnskólum og hvort skortur á því geti haft áhrif á að umfjöllun um efnið verði samþætt grunnþáttum aðalnámskrár.
  Í ritgerðinni er greint frá þeim möguleikum sem grunnþættir menntunar veita til frekari umfjöllunar um íslenska byggingarlistasögu í námi á grunnskólastigi með megináherslu á listgreinakennslu. Þá er greint frá vægi þekkingar kennara og nemenda á íslenskri byggingarlistasögu. Jafnframt er fjallað um mikilvægi samþættingar listfræðslu við annað nám.
  Tekin voru einstaklingsviðtöl við sex kennara sem komið hafa að kennslu á grunnskólastigi. Svör viðmælenda voru greind samkvæmt aðferðum eigindlegrar aðferðafræði. Leitast var eftir að kalla fram viðhorf og reynslu viðmælenda varðandi umfjöllun um íslenska byggingarlistasögu á grunnskólastigi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að úrbóta sé þörf hvað varðar aðgengi að kennsluefni, námsframboði og heimildum sem miðla íslenskri byggingarlistasögu. Þá virðist þekking kennara hafa áhrif á hvort og hvernig þeir nýti sér útgefið fræðslu- og kennsluefni. Niðurstöður rannsóknar leiða einnig af sér spurningar um framtíð kennslu og miðlunar á íslenskri byggingarlistasögu þar sem skortur er á opinberum vettvangi sem styrkir og eflir rannsóknarstarf á sviði hennar.

 • Útdráttur er á ensku

  The National Curriculum´s six fundamental pillars of education and its relation to primary school education in Icelandic architectural history, is the main focus of this research. Access to learning material that addresses Icelandic architectural history is investigated. Additionally, the research will analyze if a lack of learning material can affect the integration of the subject as part of the fundamental pillars of education.
  The research describes the possibilities that lie in integrating the history of Icelandic architecture as part of primary school education. It also describes the value of knowledge on the history of Icelandic architecture, for teachers and students alike. Furthermore, the research discusses the importance of integrating arts education with other studies within the school.
  Six teachers, involved in teaching at primary level, were privately interviewed. Interviews were analyzed through qualitative methodology. The topics strove to evoke the view and experience of the teachers on Icelandic architectural history, at this level.
  The conclusion indicates that improvements are needed in the supply of learning material and access to sources that provide information on Icelandic architectural history. It appears that teachers´ knowledge influences if and how they apply publications, such as instructional and teaching material about Icelandic architectural history, into their teaching. The conclusion raises questions about the future of teaching and dissemination of Icelandic architectural history where there appears to be need for public forum that promotes research within the field of Icelandic architectural history.

Samþykkt: 
 • 29.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_pdf.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna