is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17264

Titill: 
  • Réttindi og skyldur blaðamanna til tjáningar og miðlunar upplýsinga samkvæmt 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mannréttindadómstóll Evrópu felldi tvo dóma í málum íslenskra blaðamanna sumarið 2012. Kærendur til MDE töldu á tjáningarfrelsi sínu brotið samkvæmt 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu með niðurstöðum í málum þeirra fyrir íslenskum dómstólum. Kærendur höfðu skrifað blaðagreinar á Íslandi um málefni sem hafði verið í þjóðfélagsumræðunni um nokkurt skeið. Málefnin vörðuðu eigendur og starfsemi nektardansstaða og í greinunum komu fram staðhæfingar um vændi, kynlífsþjónustu, mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Í umræðunni voru ásakanir um lögbrot og refsiverða háttsemi. Íslendingar fullgiltu MSE á árinu 1953. Árið 1994 var sáttmálanum veitt lagagildi hér á landi en það var talið nauðsynlegt á þessum tíma þar sem íslensk lagaákvæði gengu þvert á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í ritgerð þessari er fjallað um fyrrgreinda dóma MDE ásamt því að rannsakaðir eru nokkrir dómar sama dómstóls þar sem reynt hefur á 10. gr. MSE. Mismunandi aðferðir íslenskra dómstóla og MDE eru rannsakaðar, en niðurstöður í málum íslensku blaðamannanna fyrir þessum dómstólum voru ólíkar. Reynt verður að svara þeirri spurningu hverjar séu skyldur og réttindi blaðamanna til tjáningar og miðlunar upplýsinga samkvæmt 10. gr. MSE með hliðsjón af sáttmálanum. Einnig verða bornar saman dómsniðurstöður, bæði hjá héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti Íslands og hjá MDE og leitað skýringa á því af hverju þessir dómstólar komast að ólíkum niðurstöðum í málum sem varða mikilvæga þætti tjáningarfrelsis blaðamanna.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karitas Þráinsdóttir_ML_ritgerd.pdf830.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna