is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17270

Titill: 
 • Áhrif helstu annmarka á rannsókn lögreglu við meðferð sakamála
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er leitast við að svara því hvaða áhrif helstu annmarkar á rannsókn lögreglu við meðferð sakamála hafa á afdrif sakamáls.
  Skylda hvílir á lögreglunni að hún leysi úr öllum þeim álitaefnum sem til hennar rata með sanngjörnum hætti. Samhliða þessu aukast kröfur til lögreglunnar á öðrum sviðum, bæði um örugga, nákvæma og hraða málsmeðferð auk krafna er lúta að réttindum sakborninga almennt. Þannig er ljóst að krafa er gerð til lögreglu um að ljúka málsmeðferð innan hæfilegs tíma, með öllum tilhlýðilegum sönnunargögnum sem aflað er á löglegan hátt, án þess að gengið sé lengra en þörf krefur.
  Vandmeðfarið er fyrir lögreglu að gæta samtímis allra meginreglna við rannsókn sakamála og að mál séu nægilega rannsökuð svo saklausum einstaklingi verði ekki refsað. Um þetta vandmeðfarna vald lögreglunnar er fjallað í ritgerð þessari þar sem jafnræðisreglu, hlutlægnisreglu, meginreglu um hraða málsmeðferð, meðalhófsreglu og lögmætisreglu verða gerð skil og hvaða áhrif það hefur þegar, sá annmarki er á rannsókn lögreglu, að meginreglnanna er ekki gætt. Leitast er við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar á árabilinu 2000 til 2013.
  Sé annmarki á sakamálarannsókn kann hann að hafa víðtæk áhrif á lyktir máls. Allt frá því að dómari telur vinnubrögð lögreglu aðfinnsluverð til þess að annmarki hefur áhrif við ákvörðun refsingar, svo sem að refsing sé skilorðsbundin að öllu leyti eða hluta, ákvörðun refsingar sé frestað eða að refsing verði mildari en ella. Þá kunna annmarkar á sakamálarannsókn einnig að leiða til þess að sakborningur er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins eða íslenska ríkið gert skaðabótaskylt. Ef um er að ræða verulegan annmarka kann hann að leiða til frávísunar í heild eða hluta. Jafnframt kann annmarki að leiða til ómerkingar eða að lögreglumanni er gerð refsing vegna brots í starfi.

Samþykkt: 
 • 30.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð.pdf581.99 kBLokaður til...31.12.2133HeildartextiPDF