Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17272
Sterk rök benda til að sú hraða hlýnun loftslags á jörðinni sem hefur átt sér stað síðustu aldirnar sé af manna völdum; lífi og heilsu manna stendur ógn af mengun og eyðingu náttúruauðlinda og þess vegna er mikilvægt að efla umhverfisvernd eftir föngum með stjórnarskrárákvæðum. Markmið þessarar ritgerðar er að greina réttarlega þýðingu umhverfisverndarákvæða í norrænum stjórnarskrám í þeim tilgangi að varpa ljósi á gildi slíkra ákvæða.
Í ritgerðinni er gerð grein fyrir skýringarsjónarmiðum er varða stjórnarskrárvarin umhverfisverndarákvæði, helstu skuldbindingum Norðurlanda að þjóðarétti og ólíkum birtingarmyndum stjórnarskrárákvæða sem fjalla um umhverfisvernd. Lagðar eru fram röksemdir til stuðnings innleiðingu stjórnarskrárákvæðis til verndar umhverfinu og því næst skýrt frá forsögu, tilgangi, markmiðum, efnislegu innihaldi og réttaráhrifum umhverfisverndarákvæða í stjórnarskrám Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Í því augnamiði er stuðst við lagatexta, undirbúningsgögn, fræðilegar umfjallanir og dóma. Umhverfinu hefur ekki verið veitt stjórnarskrárvernd í Danmörku og á Íslandi en þar sem ritgerðin snýr að stjórnskipulegri umhverfisvernd verður gerð grein fyrir því hvort leiða megi ákveðin umhverfisréttindi af stjórnarskrárákvæðum Íslands og Danmerkur um friðhelgi heimilis. Í frumvarpi til stjórnskipunarlaga, sem lagt var fyrir Alþingi 16. nóvember 2012, er að finna fjögur ákvæði sem fjalla um náttúru Íslands og í ritgerðinni er gerð grein fyrir efni þessara ákvæða og þá sérstaklega hinu eiginlega umhverfisverndarákvæði.
Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur fram að stjórnskipuleg umhverfisvernd í norrænum rétti virðist fyrst og fremst hafa stefnumarkandi áhrif en slík áhrif geta skilað sér í ítarlegri náttúruverndarlöggjöf, samþættingu umhverfissjónarmiða og aukinni réttarvernd. Í lokakafla ritgerðarinnar er lögð fram tillaga um efnislegt innihald nýs umhverfisverndarákvæðis fyrir íslensku stjórnarskrána þar sem stuðst er við greiningu fyrri kafla á umhverfisverndarákvæðum norrænu stjórnarskránna.
Strong evidence suggests that global warming is caused by the human population; pollution and depletion of natural resources contribute to serious health problems and therefore it is important to strengthen environmental protection with the implementation of constitutional provisions. The aim of this thesis is to analyze the effect of environmental provisions in the constitutions of the Nordic states with the purpose of demonstrating their importance.
The thesis discusses relevant interpretation methods of constitutional environmental provisions, the major Nordic obligations under international law and various manifestations of constitutional provisions that deal with the environment. Arguments in support of the implementation of a constitutional environment provision are presented, followed by detailed chapters about the history, purpose, content and effects of environmental paragraphs of the Norwegian, Swedish and Finnish constitutions. The examination relies on legal provisions, preparatory documents, scholarly works and court rulings.
There are no environmental provisions in the constitutions of Denmark and Iceland and since the essay revolves around constitutional protection of the environment, the question will be answered whether certain environmental rights may be inferred from constitutional provisions on the sanctity of one’s home in accordance with article 8 of the European Convention on Human Rights. The proposition for a new Icelandic constitution, which was presented to the Icelandic parliament on November 16th 2012, contains four paragraphs concerning the environment which are also discussed.
The main conclusion of the thesis is that environmental provisions in the Nordic constitutions seem to have a policy impact rather than a direct legal effect, but such provisions can eventually lead to a comprehensive environmental legislation, increased integration of environmental aspects and enhanced legal protection. In the final chapter substantive content for a new environmental provision in the Icelandic constitution is proposed, building on the analysis of the constitutional provisions of Norway, Sweden and Finland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Snjolaug_ML_ritgerd.pdf | 882,89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |