is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17274

Titill: 
  • Málsmeðferð barnaverndarnefnda í málum barna seinfærra foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka réttindi barna seinfærra foreldra og þá meðferð sem mál þeirra fá með tilliti til þess hvaða stuðningur er veittur og hvort réttur barnanna til verndar sér virtur. Þroskahömlun er áhættuþáttur sem taka verður tillit til þegar hæfni foreldra er metin þó svo að hún valdi ekki vanhæfni ein og sér. Allar ákvarðanir barnaverndarnefndar Reykjavíkur á árunum 2009 – 2012 sem varða tímabundna vistun barna utan heimlis eða forsjársviptingar voru skoðaðar. Sjónum var sérstaklega beint að börnum seinfærra foreldra en til samanburðar voru aðstæður barna foreldra sem eiga við áfengis- og/eða vímuefnavanda að stríða einnig skoðaðar. Fyrstu kaflar ritgerðarinnar fjalla um rétt til fjölskyldulífs og rétt barns til verndar. Farið er yfir það hvaða alþjóðasáttmálar og íslensku lagaákvæði vernda þessi réttindi og réttindum seinfærra foreldra einnig gerð skil. Fimmti og sjötti kafli fjalla sérstaklega um barnavernd og þar er gerð grein fyrir því hvernig ferlið er á bak við þær ákvarðanir barnaverndarnefnda að grípa til þvingunaraðgerða samkvæmt barnaverndarlögum. Sjöundi kafli er tileinkaður málum barnarverndarnefndar Reykjavíkur og öll mál nefndarinnar er vörðuðu börn seinfærra foreldra reifuð. Til samanburðar eru reifuð mál barna þar sem vandamál foreldranna tengjast áfengis- og /eða vímuefnaneyslu. Skoðað er hvort mál barna seinfærra foreldra fái á einhvern hátt aðra meðferð hjá barnaverndarnefnd en mál foreldra sem eiga við annarskonar vanda að etja. Þá er einnig kannað hvort seinfærir foreldrar fái stuðning inn á heimili sín með vísan í ákvæði barnaverndarlaga eða með vísan til laga um málefni fatlaðs fólks. Megin niðurstaða rannsóknarinnar er sú að vægari úrræðum barnaverndarlaga er beitt lengur inn á heimili barna seinfærra foreldra, þau börn búa því lengur við óviðunandi aðstæður á heimilum sínum en börn foreldra sem glíma við áfengis- og/eða vímuefnavanda. Þá kom einnig í ljós að aldrei var gripið til sérákæða laga um málefni fatlaðs fólks, stuðningurinn sem veittur var inn á heimilin var alltaf á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this dissertation it to look at the legal rights of children born to parents with mental disabilities and examine whether their fundamental protection rights are generally respected in the Icelandic court system, as well as the degree and nature of the legal support provided in such cases. While mental disability, alone, is not an adequate reason to terminate parental rights, mental disability must be considered when parenting abilities are being established. Analyzed are all decisions taken by the Reykjavik Child Protection Agency which have to do with temporary removal from custody or permanent removal of parenting rights during the period 2009-2012. Particular attention was given to cases where the parents where mentally challenged, but as a comparison cases of alcohol/drug addiction where also looked at. The dissertation‘s first chapters are dedicated to examining both the rights to family life and child’s protection rights. International human rights conventions are analyzed, and so are Icelandic legal acts, with particular attention given to the rights of mentally disabled parents. Chapter five and six are devoted to processes around the handling of child protection cases in Iceland and specifically the process behind the decision to take corrective action according to the Icelandic Child Protection Act. Chapter seven looks at all decisions made by the Reykjavik Child Protection Agency involving parents with mental disabilities. As a comparison, cases involving parents with alcohol/drug addiction were also examined, and attention given to possible differences in approach by the Authorities. The chapter also looks at the social support parents with mental disabilities receive and whether this support is in line with the Icelandic Child Protection Act and legal acts regarding the rights of people with disabilities. The dissertation’s main conclusion is that child protection cases involving parents with mental disabilities have been subject to weaker measures than cases involving parents with alcohol/drug addiction, leaving these children living longer under unacceptable domestic circumstances. In addition, the dissertation also shows that specific legal acts regarding the rights of disabled people where never used as a basis for social support for parents with mental disabilities, that such support was rather provided on the basis of the Child Protection Act or the Municipalities´Social Services Act.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Kolbrún_Börn_Seinfærra_foreldra.pdf680.26 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF