is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17275

Titill: 
  • Tryggja þær heimildir sem íslensk stjórnvöld hafa til að takmarka frjálsa för fólks á innri landamærum Schengen-svæðisins almannaöryggi jafn vel og hefðbundið landamæraeftirlit?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Afnám persónubundins eftirlits á landamærum aðildarríkja Schengen hefur ekki farið framhjá neinum sem ferðast hefur milli aðildarríkja samstarfsins. Kostir þess eru ótvíræðir fyrir ferðamenn en að sama skapi eru ókostirnir nokkrir. Skipulögð brotastarfsemi á greiðari leið milli landa og fer óhefta för milli aðildarríkja líkt og allir einstaklingar sem komnir eru yfir ytri landamæri Schengen-svæðisins. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa tekið málið föstum tökum og náð góðum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi. Frávísanir, brottvísanir og lokun landamæra eru meðal þeirra úrræða sem gripið hefur verið til með skírskotun til ógnar við allsherjarreglu og almannaöryggi. Í mjög mörgum tilfellum hefur verið gripið til slíkra úrræða gegn meðlimum vélhjólasamtaka. Starfsemi þess konar samtaka hefur verið talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi og því var áhugavert að skoða þær réttarheimildir sem íslensk stjórnvöld hafa notað í þeim tilfellum. Fram til 17. október, 2013 hafði enginn dómur fallið í Hæstarétti sem varðaði heimildir til að frávísa ríkisborgara EES-ríkis frá landinu. Þann dag féll tímamótadómur í Hæstarétti í máli norsks meðlims vélhjólasamtaka Hells Angels eftir að ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, sem Hæstiréttur hafði óskað eftir, lá fyrir. Þessum dómi verða gerð sérstök skil enda má segja að um tímamótadóm sé að ræða. Auk þess verða kostir og gallar Schengen samstarfsins skoðaðir í ritgerðinni og ljósi varpað á hið víðtæka samstarf löggæsluyfirvalda aðildarríkja sem því fylgir. Skipulögð brotastarfsemi er skoðuð, þ.e. skilgreining á því hugtaki sem fyrst var skilgreint í alþjóðasamningi með Palermó-samningnum árið 2000. Ísland undirritaði samninginn sama ár og fullgilti síðan með breytingum á almennum hegningarlögum árið 2009. Fjallað er um það ferli og dómar skoðaðir með hugtakið í huga.. Auk þeirra réttarheimilda sem fjalla beint um frávísanir, brottvísanir og lokun landamæra byggja á, verður stjórnsýslumeðferð slíkra mála gerð góð skil. Slíkar ákvarðanir flokkast sem stjórnvaldsákvarðanir og því ber að hafa í huga meginreglur stjórnsýsluréttar þegar ákvarðanir eru teknar. Auk fyrrnefnds tímamótadóms verða fleiri dómar, innlendir og erlendir skoðaðir. Þá eru tölfræðilegar upplýsingar um fjölda fanga sem hefja afplánun í fangelsi hér á landi skoðaðar í því skyni að sjá hvort opnun landamæra hafi áhrif á fjölda brotamanna hér á landi. Að lokum er þeirri spurningu svarað hvort heimildir þær sem íslensk stjórnvöld hafa til að takmarka frjálsa för fólks tryggi öryggi borgaranna jafnt á við hefðbundið persónubundið landamæraeftirlit.

  • Útdráttur er á ensku

    Removal of passenger inspection on the borders of countries within the Shcengen agreement has not gone unnoticed by anyone travelling within the area, the differences have, in fact, been tangible. The situation has countless upsides for travellers, yet the downsides are quite a few. Organised crime has become increasingly widespread within the countries of Schengen and can spread with ease as individuals can travel between the member states having previously crossed the outer borders of the Shengen area. The police forces in Iceland have addressed the problem thouroughly and been very successful in the fight against organised crime. Dismissal, deportation and ultimately closing the borders are among the tactics used, tactics enabled under a demonstrable threat to public policy and safety. These resources have been used on several occasions concerning members of motorcyle gangs, for example. The activities of theses gangs have been linked to organised crime an it was, therefore, pertinent to inspect the legal sources employed by the authorities on these occasions. Until October 17th 2013 no individual had been convicted on grounds connected with the deportation of an individual from the EEC, by the Supreme Court in Iceland. That day a groundbraking ruling was made from the Supreme Court in the case of a Norwegian member of the Hells Angels motorcycle gang when an advisory opinion by the EFTA Court, which the Supreme Court in Iceland had ordered, had been issued. This ruling bears examination as it can truly be considered groundbreaking. In this theses the benefits and faults of the Shengen agreement will also be viewed and light will be shed on the extensive cooperation between the police authorities of the member countries. Organised crime will be explored, and the concept, which was first diagnosed in the international contract of Palermo in 2000. Iceland signed the contract that year and validated it with some changes to the general criminal laws in the year 2009. That process will be discussed and rulings will be examined with that concept in mind. Along with the sources of law that address the dismissal, deportation and closing the borders, administrative procedures will be carefully looked into. Such decisions are classified as governmental decisions and therefore it is important to keep the main administrative laws in mind when they are made. Along with the aforementioned groundbreaking ruling, other rulings, Icelandic and international will be discussed. Statistical information concerning foreign prisoner numbers whose sentences are begun within Iceland will be explored to establish whether or not the opening of borders has a demonstrable influence on the level of criminal activity within Iceland. Finally, the question will be answered whether the legal sources that the Icelandic government has to limit free travelling, will secure the safety of citizens equally to the traditional inspection at borders.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.05 MBLokaður til...13.12.2026HeildartextiPDF