is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17280

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Disgust Propensity and Sensitivity Scale
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika íslenskrar þýðingar á Disgust Propensity and Sensitivity Scale - Revised (DPSS-R) og athuga hvort mun væri að finna á svörum þátttakenda eftir því hvort hún færi fram á pappír eða á vefnum. DPSS-R er 16 atriða spurningalisti sem notaður er til að meta viðbjóðstilfinningu hjá fólki. Notast var við tvö úrtök, í úrtaki 1 voru 271 háskólanemar sem svöruðu spurningalistanum á pappír en í úrtaki 2 voru 995 háskólanemar sem svöruðu spurningalistanum á vefnum. Leitandi meginhlutagreining með hornskökkum snúningi var framkvæmd og bentu niðurstöður á tilvist tveggja þátta. Þeir tveir þættir DPSS-R sem sjá má úr niðurstöðum meginhlutagreiningar eru skilgreindir sem viðbjóðshneigð (e. disgust propensity) og viðbjóðsnæmi (e. disgust sensitivity). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar á DPSS-R listanum séu ágætir og skili sambærilegum niðurstöðum hvort sem að listinn sé lagður fyrir á pappír eða á vefnum.

Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Ritgerd_Bjartmar.pdf611.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna