is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17285

Titill: 
  • Vibrio cholerae við strendur Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vibrio cholerae er baktería sem á heimkynni sín í sjó og vötnum, aðallega í hitabeltinu. Tvær sermisgerðir bakteríunnar, O1 og O139, valda kóleru en þær innihalda kólerueitur sem veldur einkennum sjúkdómsins. Aðrar gerðir hennar valda stöku sárasýkingum og eyrnabólgum hjá strandgestum og geta auk þess valdið skaða á smádýrum. Á Íslandi var leitað að V. cholerae í fyrsta skipti árið 2006 og fannst hún á stöðum þar sem heitt vatn rennur út í sjó frá útrásum hitaveitu eða heitum hverum og hitar upp umhverfið á litlu svæði tímabundið á fjöru. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja umhverfisskilyrði V. cholerae bakteríunnar hér við land á fjórum mismunandi stöðum, kanna útbreiðslu hennar svo og að meta mismunandi greiningaraðferðir. V. cholerae fannst alltaf í sjósýnum frá Ægissíðu í Reykjavík, Skarðshver á Vatnsnesi og Berserkseyri á Snæfellsnesi, hún ræktaðist frá mörgum tegundum stórsærra lífvera á þessum stöðum og nánast alltaf úr fjörusandi. Bakterían fannst í allt að átta km fjarlægð frá hver við Berserkeyri. V. cholerae fannst aldrei í sýnum sem tekin voru neðan við Reykjanesvirkjun, þar sem heitur fullsaltur jarðsjór rennur til sjávar í hrjóstrugt líflítið flæðarmál. Við vöktun V. cholerae á strandsvæðum er mælt með sértækri mögnun erfðaefnis eftir ræktun í auðgunaræti. Fjölbreytileiki stofna bakteríunnar er talsverður bæði innan staða og á milli staða, sem algengt er meðal umhverfisbaktería. Niðurstöður benda til að V. cholerae hafi átt búsetu við volgrur í fjörum, jafnvel frá lokum ísaldar, háð streymi af volgu ferskvatni og lífvænlegu fjöruumhverfi.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins og vinnumálastofnun. Háskóli Íslands veitti afnot af aðstöðu til rannsókna.
Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
V.cholerae til prentunar.pdf920,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna