is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17286

Titill: 
 • „Það á ekki að vera að veita mönnum styrk til að vera í samkeppni hver við annan.“ Upplifun þátttakenda af Vaxtarsamningi Austurlands
 • Titill er á ensku Growth Agreement policies and outcomes in the region of East Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í íslenskri byggðastefnu hefur aukin áhersla verið á að efla svæðisbundna ákvörðunartöku fólks í héraði og stuðla að dreifingu valds frá ríki til svæða og svæðisbundinna stofnanna. Vaxtarsamningar landshluta er byggðaaðgerð sem miðar að því að koma þeim markmiðum áleiðis, auk þess að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins og auka hagvöxt með virku samstarfi aðila. Verkefnastuðningur í gegnum samkeppnissjóði er einn þáttur vaxtarsamninga.
  Tilviksrannsókn var gerð á Vaxtarsamningi Austurlands og var markmið hennar tvíþætt. Annars vegar að greina áherslur við framkvæmd og styrkúthlutanir Vaxtar¬samnings Austurlands, einkum með tilliti til ferðaþjónustuverkefna. Hins vegar að meta hvort þróun og framkvæmd vaxtarsamningsins hafi verið í samræmi við markmið vaxtarsamninga um samkeppnishæfni, valddreifingu, uppbyggingu samkeppnissjóða og útdeilingu fjármagns.
  Leitað var eftir viðhorfum fólks á Austurlandi og tekin voru 14 viðtöl við 15 einstaklinga sem tengdust stjórnsýslu Vaxtarsamnings Austurlands eða höfðu hlotið styrk úr sjóðnum. Einnig voru gögn um vaxtarsamninga og byggðastefnu á Íslandi greind í þeim tilgangi að samtvinna upplýsingar og varpa frekara ljósi á framkvæmd og markmið vaxtarsamninga.
  Niðurstöðurnar sýna að við framkvæmd Vaxtarsamnings Austurlands hefur verið lögð áhersla á klasasamstarf, ráðgjöf og eftirfylgni verkefna. Skiptar skoðanir voru um hvort að klasaáherslur henti öllum verkefnum og stöðum. Þörf er á meiri sveigjanleika til að verkefni sem geta verið til hagsbóta fyrir Austurland, þó að þau séu utan klasa, eigi möguleika á styrk og séu metin út frá staðbundnum aðstæðum og gæðum. Við mat á áhrifum samningsins á samkeppnishæfni Austurlands er aukið klasasamstarf innan fjórðungsins og sameining þjónustu- og stoðstofnana þó talið stuðla að samkeppnishæfni til lengri tíma. Hins vegar getur áhersla á uppbyggingu sömu atvinnuvega í vaxtarsamningum allra landshluta, m.a. ferðaþjónustu, dregið úr sköpun sérstöðu og samkeppnishæfni. Breytingar við endurnýjun á vaxtarsamningnum eftir þriggja ára starf þóttu draga úr aðkomu heimamanna og þeim vísi að valddreifingu sem skapaðist við upphaf samningsins árið 2007. Vonir eru bundnar við að sameining stoðstofnana í Austurbrú styrki landshlutann.
  Lykilorð: Byggðaþróun, stoðkerfi atvinnulífsins, stjórnarhættir, klasar, samkeppnishæfni, Austurbrú, Vaxtarsamningur Austurlands

 • Útdráttur er á ensku

  The last two decades the focus of regional development policies have been shifting toward more decentralization of powers to local authorities and increased emphasis on local initiative and participation on a territorial scale. This research project explores the function of a specific regional development project in Iceland called the Growth Agreement, one of eight similar agreements operating within the country. A case study was made of the Growth Agreement operating in the region of East Iceland.
  The research aims were: a) to analyse the nature of the outcomes of the funding process and the operation of the Growth Agreement, with special focus on tourism projects. b) To clarify whether the operation of the Growth Agreement has resulted in decentralization increased local initiative and competitiveness of the region.
  The methods consisted of 14 semi-structured interviews with individuals participating in the Growth Agreement administration or individuals participating in projects that have received funding from the Growth Agreement.
  The results indicate that cluster cooperation, consultation and project support are the main outcomes of the funding process and the operation of the Growth Agreement. Cluster cooperation is an essential factor for funding allocation from the Agreement.
  Cluster co-operation and amalgamation of regional support institutions into one holistic institution are promising factors in terms of increased competitiveness. The homogeneous nature of the growth agreements causes the same sectors to be promoted in all regions in Iceland, and as a result decreases the competitiveness of the region.
  Changes within the Growth Agreement board made after three years of operation and more top-down approaches regarding its function resulted in less local involvement and reduced decentralization.
  More flexibility is needed so projects that do not function as cluster projects but are nevertheless prominent projects, can be evaluated based on their situation, quality and characteristics.
  Key words: Regional development, governance, clusters, competitiveness, The East Iceland Growth Agreement (Vaxtarsamningur Austurlands).

Samþykkt: 
 • 31.1.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Vaxtarsamningur_Austurlands_Skemman.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna