is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17287

Titill: 
  • Er ég með kynáttunarvanda eða er ég trans? Samanburður milli greiningarviðmiða og hugmynda fólks um kynáttunarvanda og transeinstaklinga.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Vitundavakning hefur orðið á undanförnum árum um kynáttunarvanda og málefni transfólks. Ýmis hugtök eru enn óljós og erfitt að gera sér skýra grein fyrir því hvaða merking er lögð í þau hverju sinni. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast betri skilning á hugtökunum transgender og kynáttunarvandi. Til að mynda var skoðað hvort orðin eru túlkuð sem samheiti og hvernig greiningarviðmið fyrir kynáttunarvanda falla að upplifun transfólks. Niðurstöðurnar hafa þýðingu fyrir réttindi transeinstaklinga, skýrari umræðu um greiningar á kynáttunarvanda, uppbyggilegt samtal milli transsamtaka og fagfólks og bættan skilning á líðan transfólks. Spurningalistar voru lagðir fyrir tvo þátttakendahópa; transeinstaklinga og framhaldsnema í sálfræði við Háskóla Íslands. Meðal annars var unnið úr svörum með þemagreiningu. Hóparnir eru til dæmis sammála um að transgender og kynáttunarvandi séu ekki samheiti og að hægt sé að upplifa sig transgender án þess að vera með kynáttunarvanda. Meiri samhljóm er að finna með þátttakendahópunum en gert var ráð fyrir. Vonast er til að niðurstöðurnar verði innlegg í umræðuna um þessi hugtök og geti nýst til frekari rannsókna.

Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigruningagBS.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna