is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17289

Titill: 
  • Sjávarborðsbreytingar í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hækkun hnattræns sjávarborðs er talin vera eitt af mörgum vandamálum ekki svo fjarlægrar framtíðar. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings, hefur hitastig jarðarinnar hækkað af mannavöldum. Ein alvarleg afleiðing þessarar hitastigshækkunar birtist greinilega þegar þróun langtíma sjávarborðsstöðu var skoðuð. Hækkandi hiti veldur varmaútþenslu í efstu lögum sjávar sem og aukinni bráðnun íss á heimskautasvæðunum. Þetta veldur rúmmálsaukningu í heimshöfunum og þ.a.l. hækkun hnattræns sjávarborðs. Lóðréttar hreyfingar jarðskorpunnar er þáttur sem hefur ekki síður áhrif á sjávarborð, en sá þáttur er meira staðbundinn. Frá lokum síðasta jökulskeiðs hafa miklar breytingar á sjávar-borðsstöðu við Ísland átt sér stað. Þær breytingar má einmitt rekja til rúmmálsaukningar sjávar við lok jökulskeiðs og lóðrétts riss jarðskorpunnar sem kom í kjölfarið. Langur tími er nú liðinn síðan síðustu jöklar hörfuðu af Reykjavíkursvæðinu, og á þeim tíma hefur jarðskorpan að mestu náð sér. Sjávarborðsmælingar Sjómælinga Íslands ná allt aftur til ársins 1956 og hægt var að nota þau gögn til að segja til um afstæða sjávarborðsbreytingu í Reykjavík á þeim tíma. Við skoðun á þeim gögnum kom í ljós að meðalsjávarborðshækkun í Reykjavík frá upphafi mælinga til dagsins í dag nam um 1,92 mm/ ári. Það samsvarar tæplega 11 cm á tímabilinu öllu. Þegar gögn um lóðréttar hreyfingar jarðskorpunnar voru skoðuð kom í ljós að þær breytingar hafa líklegast átt einhvern samverkandi þátt á afstæðri sjávarborðshækkun í Reykjavík, en þær hafa numið um 1,2 mm/ári að meðaltali á tímabilinu 1996-2013.

Samþykkt: 
  • 3.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haraldur K. Guðjónsson, 2014. Sjávarborðsbreytingar í Reykjavík.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna