Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17291
Þetta meistaraverkefni er í tveimur hlutum: annars vegar kennslubókin Um stærðfræði:kver handa framhaldsskólanemum og hins vegar greinargerð um kennslufræðilega nálgun hennar.
Í stærðfræðikennslubókum sem nú eru notaðar í íslenskum framhaldsskólum er lögð áhersla á sýnidæmi og aðferðir. Í kverinu er reynt að nálgast stærðfræðina á aðeins annan hátt. Það á að vera áhugavekjandi og fjalla um lausn stórra verkefna, aðferðir til að örva hugmyndir, hvernig stærðfræðin byggist upp sem fræðigrein og fleira sem ekki er sjálfkrafa á dagskrá í stærðfræðitímum framhaldsskóla. Lögð er áhersla á að kverið sé skemmtilegt aflestrar og boði skýra framsetningu og skipulag. Því er ekki ætlað að taka við af kennslubókunum heldur vinna með þeim.
Meðal efnis í kverinu eru kaflar um sögu stærðfræðinnar frá Forn-Grikkjum til 21. aldarinnar, vangaveltur um uppruna talna, óendanleikann og hvernig komast mætti að reglu Pýþagórasar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
umstaerdfraedi.pdf | 1.1 MB | Open | Heildartexti | View/Open |