Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17296
Fjórða íslenska söguþingið var haldið dagana 7.–10. júní 2012 í Háskóla Íslands. Þingin eru orðinn fastur viðburður, en fyrsta þingið var haldið árið 1997, annað árið 2002 og hið þriðja árið 2006. Eins og áður var söguþingið hugsað sem vettvangur bæði fyrir kynningu fræðimanna í ýmsum greinum á niðurstöðum nýjustu rannsókna í íslenskri sagnfræði og samræður þeirra um sögu og sagnfræði. Bar þingið vott um þá miklu grósku sem nú ríkir í sagnrfæðirannsóknum á Íslandi, en á því voru fluttir nær hundrað fyrirlestrar í á þriðja tug málstofa, auk nokkurra fyrirlestra erlendra boðsgesta.
Að þinginu loknu var öllum fyrirlesurum boðið að birta fyrirlestra sína í sérstöku ráðstefnuriti. Ákvað þingstjórn að ritið yrði rafrænt að þessu sinni, bæði til að halda kostnaði í lágmarki og tryggja sem flestum aðgang að ritinu. Birtast hér 28 fyrirlestrar sem gefa góða mynd af því sem fram fór á þinginu. Allir fyrirlestrarnir í ritinu voru ritrýndir, nema annað sé tekið fram.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ráðstefnurit_9_final.pdf | 41,51 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |