is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17298

Titill: 
  • Verndargildi og friðlýsing lífríkra strandsvæða á Reykjanesskaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um um málefni strandsvæða m.a. stefnumörkun um verndun og friðun. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvað friðlýst strandsvæði á höfuðborgarsvæðinu hafa fram yfir lífrík strandsvæði á Reykjanesskaga, sem eru á náttúruminjaskrá og hafa ekki enn verið friðlýst. Farið er yfir hvernig verndagildi svæða er fundið út og hvaða forsendur þurfa að liggja fyrir til að svæði verði friðlýst og einnig hvað það er sem vantar upp á til þess að strandsvæði á Reykjanesskaga verði friðlýst.
    Fjallað er um náttúruminjaskrá, gerð náttúruverndaáætlana og skipulags- og umhverfis lög-gjöf. Einnig er fjallað um Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga. Þær eru sveitarstjórnum til ráð-gjafar í náttúruverndarmálum, en þó er ekki gerð krafa um menntun á því sviði. Þar að auki eru nefndarmenn pólitískt skipaðir, sem þýðir að áherslur í náttúrvernd ráðast af stefnu þess flokks sem þeir sitja fyrir.
    Sveitarfélög á Suðunesjum hafa bundist höndum saman og gert skipulag fyrir svæðið í heild með það að leiðarljósi að vinna saman að sameiginlegum hagsmunum m.a. atvinnumálum og náttúruvernd. Nýting jarðvarma, og atvinnuuppbyggingin sem af henni hlýst er fyrirferða-mikið í skipulaginu og því snýst umræðan um náttúruvernd að miklu leiti um þau svæði sem þessu tengjast. Strandsvæðin fá takmarkaða athygli í skipulaginu og hvergi kemur fram í stefnuskránni að það standi til að friðlýsa nokkurt þeirra. Þó getur orðið breyting þar á þar sem stofnaður hefur verið jarðvangur, sem vonast er til að verði lyftistöng fyrir svæðið á svið-um ferðamála, framleiðslu og fræðslu. Þar sem náttúruvernd á skaganum er verulega ábóta-vant getur jarðvangur stuðlað að úrbótum í þeim efnum og þar með fengju strandsvæðin meiri athygli.

Samþykkt: 
  • 4.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2013_Linda_B_Kvaran.pdf515.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna