is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17300

Titill: 
  • Fyrir hvern erum við að vernda? Um náttúruvernd, viðhorf, markmið og íslenskar aðstæður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kannað hvaða viðhorf eru höfð til grundvallar íslenskri náttúruvernd eins og hún birtist í stefnumótun hins opinbera og sögu landsins. Einnig er skoðað á hvaða markmið náttúruvernd stefni. Skoðaðar voru þrjár kenningar um mismunandi afstöðu tilnáttúru og hvernig viðhorf þær geta af sér til náttúruverndar. Hinar mismunandi afstöður voru mannhverfar, landsiðfræðilegar og afstaða djúpsærrar visthyggju. Þá voru kynnt til sögunnar nokkur mismunandi markmið sem geta stýrt í hvaða átt náttúruvernd fer, ætlunin að vernda ósnert svæði, líffræðilegan fjölbreytileika, menningarlandslag en einnig markmið sem leggja upp með að endurheimta eða bæta þá náttúru sem fyrir er. Þessi markmið voru skoðuð út frá mismunandi viðhorfum, mannhverfum, landsiðfræðilegum og viðhorfum djúpsærrar visthyggju og ljóst að þau gátu tengst þeim öllum á einhvern hátt nema sterkari mannhverf viðhorf. Það sem máli skiptir eru ástæður þess að vernda, endurheimta eða hanna. Er það gert fyrir manninn og framtíðar kynslóðir í anda mannhverfra viðhorfa eða er það gert fyrir heildina og lífríkið allt eins og þeir sem aðhyllast landsiðfræðileg viðhorf vilja. Einnig skiptir máli hvort við ætlum á einhvern hátt að breyta hegðun okkar eða kerfi til þess að bregðast við eyðileggingu náttúru eins og fylgismenn djúpsærrar visthyggju vilja gera. Sterk mannhverf viðhorf hafa lengi verið ráðandi í samskiptum mannsins við náttúruna í hinum vestræna heimi. Síðastliðna öld hafa veikari mannhverf viðhorf að einhverju marki tekið við þar sem samþykkt er að það skipti máli að stunda náttúruvernd til þess að stuðla að góðu lífi fyrir manninn og framtíðar kynslóðir. Það sama gildir á Íslandi. Stefna hins opinbera í náttúruvernd á Íslandi hefur lengst af verið studd rökum mannhverfra viðhorfa og er það að mestu leiti enn í dag ef horft er á núgildandi náttúruverndarlög, Rammaáætlun og Hvítbók. Aftur á móti eru landsiðfræðileg viðhorf að læðast inn sem röksemd hjá hinu opinbera og líklegt að þau ásamt viðhorfum djúpsærrar visthyggju verði á næstu árum meira áberandi til dæmis ef við lærum af þróun náttúruverndar í Noregi.
    Athugað var hvort áður talin markið, um verndun ósnertrar náttúru, fjölbreytileika lífríkis, menningarlandslags, endurheimt eða hönnun hefðu verið höfð í íslenskri náttúruvernd og skoðað hvers konar viðhorf eða rök lágu á bakvið ákvarðanatöku. Markmið um verndun ósnortinna svæða hafa verið áberandi, en hafa síðar breyst í markmið um vernd lítt snortinna svæða. Einnig hefur friðlýsing ýmissa náttúrumyndanna, dýrategunda, plöntutegunda og landsvæða verið áberandi, með það að markmiði að varðveita þau og gefa almenningi kost á að njóta þeirra. Skógrækt og landgræðsla hafa þar að auki verið mjög áberandi í náttúru- og umhverfisvernd, enda hefur jarðvegseyðing lengi verið eitt helsta náttúruvandamál Íslendinga. Ráðandi hugmyndir telja að það sé landnýtingu mannsins um að kenna og því eitthvað sem bæta þurfi fyrir. Hér er þó sett spurninga merki við það hvort landbætur geti talist til náttúruverndar, sérstaklega ef þær fela í sér meiriháttar breytingar á vistkerfum og náttúru. Á síðari árum hefur hefur markmiðið um verndun líffræðilegs fjölbreytileika verið að ryðja sér til rúms sem er líklegt til þess að valda því að umræður um verndun menningarlandslags aukist smá saman. Það að viðhalda menningarlandslagi getur verið heppileg leið til verndunar líffræðilegs fjölbreytileika, en einnig til verndunar landslags og ásýndarinnar sem myndast hefur með landnýtingu síðan um landnám.

Samþykkt: 
  • 4.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_2013_Torbjorg_S_Bakke.pdf403.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna