Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17301
Hellisheiði er einstakt svæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem orkuöflun og heitavatnsframleiðsla fer fram. Svæðið er í dag þó nokkuð nýtt til útivistar af fjölmörgum og ólíkum hópum notenda. Markmið verkefnisins er að leggja fram skipulagstillögu að lokafrágangi á svæðinu í anda vistheimtar, svo úr verði aðlaðandi svæði með fjölþætt notagildi. Einnig verður fjallað um hvernig hægt sé að skapa aðstæður á svæðinu til fræðslu og menntunar án þess að ganga frekar á landið sjálft. Kynntar verða fyrri rannsóknir sem horft var til við gerð þessa verkefnis og má þar helst nefna greiningar sem voru mjög mikilvægar í undirbúningsvinnunni fyrir sjálfa skipulagstillöguna. Skoðuð eru sérkenni svæðisins, hvað það hefur upp á að bjóða, hvað þarf að bæta og hvaða framtíðarmöguleika það hefur. Að því loknu er skipulagstillaga að svæðinu lögð fram þar sem áhersla er lögð á vistheimt, fjölbreytta útivistarmöguleika og nýtingu svæðisins til útikennslu og fræðslu án þess að gengið sé á viðkvæman gróður og náttúru.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2013_MS_Saeunn_Kolbrun_Thorolfsdottir.pdf | 7,69 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |