is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17304

Titill: 
  • „Eitt það fyrsta sem maður gerir er að líta í spegil.“ Spegill og spegilmynd í hversdagsmenningu samtímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er spegillinn og birtingarmynd hans í hversdagsmenningunni. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Hvaða hlutverki þjónar spegillinn í lífi fólks? Hver er birtingarmynd spegilsins í hversdagsmenningu? Hvernig hefur spegillinn og spegilmyndin áhrif á sjálfsmynd einstaklinga? Til þess að svara þessum spurningum voru tekin hálf-stöðluð eigindleg viðtöl við sex einstaklinga þar sem þeir voru spurðir út í upplifun og skoðanir á speglinum og spegilmynd sinni. Jafnframt var eigindlegri spurningaskrá um sama efni dreift á netinu, en 98 nafnlausir heimildamenn svöruðu spurningunum í skránni.
    Ritgerðin skiptist í inngang og þrjá kafla og er hún í samræðum við þverfaglegar kenningar og rannsóknir um fegurðarstaðla, eftirlit og táknrænt auðmagn. Fyrst er gerð grein fyrir notagildi spegilsins í daglegu lífi fólks til að skoða eigið útlit, fylgjast með breytingum og veita aðhald en einnig sem húsgagn, og tengslin á milli þessara nota eru skýrð. Því næst eru tekin fyrir tengsl spegilsins við sjálfsmynd einstaklingsins. Þar er rannsökuð upplifun fólks af sköpulagi sínu og áhrif útlitsins á sjálfsmynd þess með aðstoð spegilsins. Í síðasta hluta þessarar ritgerðar er svo greint hvernig samband ólíkra einstaklinga við spegilinn og spegilmynd tengist kyni þeirra, aldri og kynslóð.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að spegillinn leikur víðamikið hlutverk í lífi fólks, oft mun meira en það gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Með hjálp spegilmyndar sinnar býr einstaklingur sér til ákveðna ímynd og viðheldur henni en þar leika vald og auðmagn stórt hlutverk. Konur verða sérstaklega fyrir miklum samfélagslegum þrýstingi frá fegurðarstöðlum og ímyndum, en einnig virðist sem yngri karlmenn séu viðkvæmari fyrir fegurðarstöðlum en þeir sem eldri eru.

Samþykkt: 
  • 5.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð.pdf655,42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna