en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17309

Title: 
  • Title is in Icelandic Díalektísk atferlismeðferð fyrir unglinga og foreldra þeirra: Árangursmat með einliðasniði
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Díalektísk atferlismeðferð (DAM) sem þróuð hefur verið af Marsha M. Linehan er byggð á róttækri atferlishyggju, núvitund og díalektískri heimspeki. Hún hefur reynst árangursrík þeim sem þjást af jaðarpersónuleikaröskun. Markmið þessarar rannsóknar var að mæla áhrif DAM á líðan unglinga sem eru með einkenni jaðarpersónuleikaröskunar og foreldra þeirra. Boðið hefur verið uppá þessa meðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans síðan 2012 en ekkert árangursmat verið gert þar til nú. Þátttakendur voru þrír unglingar á aldrinum 13–18 ára og mæður þeirra. Við mat á meðferð voru notuð dagbókarkort og spurningarlistar fyrir meðferð, á meðferðartímabili og eftir að meðferð lauk. Spurningalistarnir sem voru notaðir meta meðal annars þunglyndi, kvíða, sjálfsskaða, tilfinningastjórnun og færni í núvitund. Þátttakendur skiluðu dagbókarkortum vikulega þar sem þeir skráðu tilfinningar og hegðun á hverjum degi. Unglingar fengu verðlaun fyrir skil á dagbókarkortum eftir að hafa skilað fjórum kortum. Áhrif meðferðar voru ólík milli þátttakenda en almennt var árangur lítill. Mikill breytileiki var á skráningu unglinga á dagbókarkortum. Meðferðin skilaði meiri breytingum á líðan foreldra en unglinga. Færni í núvitund breyttist lítið hjá þátttakendum á meðferðartímabili samkvæmt spurningalista um núvitund. Heildaráhrif meðferðar reyndust væg.

Accepted: 
  • Feb 6, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17309


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Guðrún Ólafsdóttir.pdf1.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open