Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1731
Aðdragandi verkefnisins var sá að nýlega var lokið við hönnun og
uppsetningu á tveimur endurnýtingarkerfum í rannsóknaraðstöðu
Hólaskóla í Verinu á Sauðárkróki. Um er að ræða þrjú kerfi með tveimur
kerjum (rúmmtak 0,8 m3). Eitt kerfið endurnýtir vatn að hluta (PRS) en er
án lífhreinsis. Vatni frá kerjunum er safnað saman í vatnsgeymi þar sem
það blandast nýju vatni. Síðan er því pumpað í gegnum sandsíu þar sem
agnir eru hreinsaðar frá og fer þaðan í loftara þar sem súrefni er bætt í
vatnið og koltvísýringur fjarlægður. Í þessu kerfi eru fremur ör vatnsskipti
og tekur um sex til átta klukkustundir að endurnýja vatnið. Hin kerfin tvö
eru endurnýtingarkerfi (RAS) og tekur um 48 klukkustundir að endurnýja
vatn í þeim. RAS kerfin eru með sitt hvorum lífhreinsinum en að öðru
leyti eins hannað og PRS kerfið.
Markmið verkefnisins var að rannsaka fjölda ræktanlegra baktería RAS
kerfis í bleikjueldi, og hvaða áhrif meðhöndlun með blöndu þekktra
bætibaktería (þrjár tegundir) hefði á heildarfjölda baktería og vatnsgæðin í
kerfunum. Bakteríurnar hafa verið notaðar við tilraunir á lúðueldi Fiskey
hf. í Eyjafirði. Vatnsgæði og fjöldi ræktanlegra baktería í RAS kerfinu
fyrir og eftir meðhöndlun bætibaktería var skoðað. Sömu atriði voru
könnuð og borin saman í RAS og PRS, þar sem engar bætibakteríur voru
settar. Heildarfjöldi ræktanlegra baktería jókst ekki í RAS kerfinu eftir að
bætibakteríum hafði verið bætt út í kerfið. Ennfremur urðu ekki breytingar
á vatnsgæðum (O2, pH, CO2 and NH3) í RAS kerfinu eftir að meðhöndlað
hafði verið með bætibakteríum. Bakteríufjöldi í RAS og PRS kerfunum
var svipaður og vatnsgæði í báðum kerfum var innan ásættanlegra marka.
Niðurstöður verkefnisins benda til þess að bætibakteríur hafa ekki áhrif á
vatnsgæði í endurnýtingarkerfum fyrir bleikju.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MI-BSritgerd(pdf2).pdf | 4.28 MB | Opinn | Endurnýtingarkerfi með lífhreinsi-heild | Skoða/Opna |