is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17313

Titill: 
  • Frá forræði til sjálfræðis : ný nálgun á lögræði fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða lögræðismál fatlaðs fólks og rétt þess til að njóta lögformlegs hæfis síns eins og það er verndað í 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Í ritgerðinni er notast við fötlunarfræðileg sjónarhorn til dýpkunar á lögfræðilegri greiningu á mannréttindaþróun fatlaðs fólks. Síðustu áratugi hefur ákveðin viðmiðsbreyting átt sér stað sem lýst hefur verið sem þróun frá læknisfræðilegu eða einstaklingsbundnu sjónarhorni á fötlun yfir í félagslegra mannréttindasjónarhorn á fötlun. Í því felst að hætta þurfi að líta á fatlað fólk sem viðföng annarra í þörf fyrir vernd eða ölmusu en þess í stað viðurkenna það sem gerendur í eigin lífi sem eiga rétt á stuðning og þjónustu til að geta tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Þessi þróun helst jafnframt í hendur við þróun á inntaki jafnréttishugtaksins frá formlegu jafnrétti yfir í efnislegt jafnrétti. Gerð er grein fyrir því hvernig SRFF birtir þessa þróun en hún sést skýrlega í áherslu í 12. gr. á að fatlað fólk sé viðurkennt sem aðilar að lögum, njóti lögformlegs hæfis til jafns við aðra og njóti aðstoðar eða stuðnings ef þess þarf, frekar en það sé svipt þessum réttindum. Þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu jafnframt verið að nálgast þessa þróun í túlkun sinni á Mannréttindasáttmála Evrópu. Við greiningu á íslenskum lögræðislögum nr. 71/1997 og réttarframkvæmd þeirra ásamt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 er ljóst að breytinga er þörf til að uppfylla kröfur 12. gr. SRFF. Helstu tillögurnar sem settar eru fram snúa að því að sníða lögræðissviptingum þrengri stakk en auka við heimildir persónulegs talsmanns sem skv. réttindagæslulögunum geta aðstoðað fatlað fólk við að beita lögformlegu hæfi sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is guardianship practises for persons with disabilities and their right to enjoy legal capacity as protected by Article 12 of the UN Convention on the Rights of Persons with Disabilities (CRPD). Although based on a legal analysis the thesis also contains a Disability Studies perspective that deepens the understanding of the development of human rights protection for persons with disabilites. During these past decades a paradigm shift has occured that is best conceptualized as a move from a medical or individualistic model of disability to a more social or human rights based model. That entails a shift from viewing persons with disabilities as objects of protection or charity to regarding them as subjects entitled to support and services necessary for social participation on an equal basis with others. Parallel to this development is the shift away from formal equality to a more substantive equality that has been taking place. The CRPD reflects this development clearly in Article 12 by reaffirming that persons with disabilities have the right to recognition everywhere as persons before the law, enjoy legal capacity on an equal basis with others and have the right to support they may require when exercising it, instead of being denied their legal capacity. The European Court of Human Rights has slowly but steadily been moving in the same direction in its interpretation of the European Convention of Human Rights. After analyzing the Icelandinc Guardianship Act nr. 71/1998 and the relevant Supreme Court jurisprudence as well as the Rights Protection of Persons with Disabilities Act nr. 88/2011 it is concluded that several changes are needed to meet the criteria of Article 12 of the CRPD. Several amendments therein are suggested which revolve around minimizing guardianship procedure and enhancing the powers of personal spokespersons that support persons with disabilities in exercising their legal capacity.

Samþykkt: 
  • 6.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir_ML.pdf646.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna