is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1732

Titill: 
 • Loðnuhrogn : vinnsla og gæði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um vinnslu á loðnuhrognum þ.e.a.s. vinnsluaðferðir, nýjungar í vinnslubúnaði og gæði afurðar.
  Til að byrja með er fjallað um loðnuna s.s. hefðbundið göngumynstur loðnunnar þar til hún hrygnir, hvað verðmæti loðnuhroga vegur þungt fyrir þjóðarbúið það er að segja hversu mikið magn við höfum flutt út og hversu miklar tekjur það hefur skapað.
  Einnig voru veiðar á loðnu, veiðisvæði og veiðiskip skoðuð með það að markmiði að bæta nýtingu aflans til hrognavinnslu og til að bæta gæði hráefnisins.
  Þá voru skoðaðir vinnsluferlar á Vopnafirði og Akranesi, og sá búnaður sem notaður er í vinnslu á loðnuhrognum, með það að leiðarljósi að bæta vinnsluferlið og auka gæði vörunnar. Í þessu samhengi var þurrkbandið sérstaklega skoðað þar sem það er nýjasti búnaðurinn í loðnuhrognavinnslunni.
  Aðalatriðið í þessu verkefni var að meta hrognin sem hráefni og sem afurð, hvaða breytingar urðu á hráefninu við vinnslu s.s. vatnsinnihaldi, saltinnihaldi, próteini, litamælingum, o.fl.. Síðan var reynt að tengja saman niðurstöðurnar til að sjá hvað var vel gert og hvað er hægt að bæta.
  Niðurstöðurnar eru þær að nýting hráefnis hjá HB Granda var mjög góð. Gæði hrogna á Vopnafirði voru mikil og hreinsun mjög góð. Tilraunirnar með þurrkbandið hefðu mátt ganga betur en nú vita menn hvað þarf að gera og hvað ber að varast. Munur á efnamælingum á milli hrogna sem hráefnis og afurðar var líka forvitnilegur.
  Þær tilraunir sem gerðar voru á Vopnafirði gáfu ákveðnar vísbendingar um vinnslu og gæði loðnuhrogna og hvað væri forvitnilegt að rannsaka á næstu vertíð.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 22.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf1.01 MBLokaður"Loðnuhrogn"-HeildPDF