is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17334

Titill: 
  • Samband umferðaröryggis og eiginleika í gatna- og byggðaskipulagi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi verkefni er framlag til meistaraprófs í byggingarverkfræði með sérhæfingu á sviði umferðar og skipulags við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið felur í sér athugun á sambandi umferðaröryggis og gatna- og byggðaskipulags sem felst annars vegar í fræðilegri umfjöllun og hins vegar í rannsókn með umfangsmiklu gagnasafni fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort mælanlegir þættir í gatna- og byggðaskipulagi svo sem umferðarmagn, skipulagstölur og eiginleikar gatnakerfis hafi marktæk áhrif á umferðaröryggi sem mælt er í fjölda slysa. Verkefnið er nálgast með fræðilegri úttekt, gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og líkanagerð.
    Umferðaröryggismál eru gríðarlega breiður og umfangsmikill málaflokkur sem krefst víðrar nálgunar. Í fræðilegri umfjöllun er því lögð áhersla á fjölbreytta umfjöllun til þess að bera kennsl á heildar samhengið en jafnframt rýnt í aðferðafræði og niðurstöður annarra rannsókna á áhrifum gatna- og byggðaskipulags á umferðaröryggi.
    Í rannsókninni var unnið með umfangsmikið safn gagna þar sem slys voru flokkuð og sett í samhengi við aðrar breytur með því að nota skipulagsreiti á höfuðborgarsvæðinu sem grunneiningu. Neikvæð tvíkostalíkön (e. Negative binomial model) voru notuð til að athuga hvort að marktækt samband væri á milli umferðaröryggis (slysafjölda í reitum) og ýmissa breyta sem lýsa eiginleikum umferðar, borgarskipulags og gatnakerfis.
    Niðurstöður tölfræðigreiningar sýna marktækt samband milli umferðaröryggis og eiginleika í gatna- og byggðaskipulagi. Marktækt samband er á milli gatnamynsturs og fjölda ökutækjaslysa með minniháttar meiðslum þar sem samband er á milli aukins slysafjölda í lykkju- og botnlangamynstri samanborið við rúðunetsmynstur og samsíða boglínumynstur. Samverkun gatnamynsturs og íbúafjölda hefur marktæk áhrif á slysafjölda í mörgum líkönum. Niðurstöður sýna jafnframt að í mörgum tilfellum er marktækt samband á milli slysafjölda og landnotkunar ásamt fleiri breytum sem lýsa þéttleika verslunar- og atvinnuhúsnæðis, gatnaþéttleika, reitum með eða án stofnbrauta, fjölda ljósastýrðra gatnamóta og umferð.

  • Útdráttur er á ensku

    The following research project is submitted for fulfilling requirements for a degree of Masters of Science at Reykjavik University School of Science and Engineering in the field of Traffic and Planning and involves an observation of possible association between traffic safety and characteristics of street network layout and urban form with a literature review followed up by a research with an extensive data collection for the capital region.
    The purpose of the research is to explore if quantitative factors of street network layout and urban form regarding traffic, urban planning and street network significantly impact traffic safety measured by the number of accidents.
    Approach of the project consists of a literature review, collection and processing of data and modeling. Traffic Safety is an extremely wide and extensive affair that requires broad perspective approach. The literature review was focused on the array of coverage to identify the overall context but also examines the methodology and results of research on traffic safety and impact properties in streets and urban planning.
    The study was carried out with an extensive collection of data where the number of accidents was sorted and placed in the context of other variables by using planning lots in the capital area as a base unit. The negative binomial model was used to detect significant association between road safety (accident number) in the lot and various parameters relating to the characteristics of traffic, urban planning and street network.
    Results of statistical analysis show that the characteristics of street neworks and urban planning have a significant impact on road safety. Street pattern has a significant effect on the number of vehicle accidents with minor injuries as loops- and cul-de-sacs pattern has significant effect to an increase in the number of accidents compared to gridpattern and parallel curvelinear pattern. The interaction of street pattern variable and population variable has a significant impact on the number of accidents in many of the models developed. Results also show that a variable indicating land use has a significant impact on the number of accident in many cases along with other variables that describe density of commercial buildings, street network density, presence of arterials, number of signalized intersections and traffic.

Samþykkt: 
  • 10.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samband umferðaröryggis og eiginleika í gatna- og byggðaskipulagi_VL - SK.pdf1,86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna