is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17336

Titill: 
 • Minjagripaverslun á Íslandi : er kynbundinn munur á kauphegðun ferðafólks?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Svo virðist sem minjagripasala á Íslandi sé í vexti og má álykta sem svo að hún haldist í hendur við vaxandi straum ferðafólks til landsins. Minjagripir hafa þó ekki notið athygli rannsakenda hér á landi í ferðamálafræðum. Erlendar rannsóknir gefa til kynna kynbundinn mun á verslun með minjagripi, sem vekur upp þá spurningu hvort að sú sé raunin hérlendis. Markmið þessarar ritgerðar er meðal annars að kanna hvort sölufólk upplifði kynbundinn mun á kauphegðun ferðafólks í minjagripaverslun á Íslandi. Unnin var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við sex valda einstaklinga með reynslu af minjagripaverslun. Að hljóðritun lokinni fór fram greining gagna. Rannsóknarspurningin spratt upp úr lestri erlendra fræðigreina um efnið og er svohljóðandi:
  „Upplifir sölufólk kynbundinn mun á kauphegðun ferðafólks í minjagripaverslun á Íslandi?“
  Mikið er um að minjagripir, sérstaklega merkt smávara, sé flutt inn. Með því móti er oftast hægt að bjóða gripina á hagstæðara verði en ef þeir væru framleiddir hér á landi. Aukin eftirspurn er eftir íslenskum minjagripum sem hannaðir eru og framleiddir hérlendis. Vandaðir minjagripir með skýra tengingu við áfangastaði, sem og þeir sem vísa til þjóðmenningar og hefða, eiga vinsældum að fagna hjá sífellt fleira ferðafólki. Nauðsynlegt er, að mati viðmælenda, að Ísland sem heimsóknarland geti boðið upp á slíka gripi.
  Helstu rannsóknarniðurstöður eru þær að greina megi kynbundinn mun á kauphegðun ferðafólks í minjagripaverslun á Íslandi og er það í nokkrum samhljómi við erlendar rannsóknir um svipað efni.

 • Apparently, souvenir sales in Iceland are increasing and it is safe to conclude that it goes along with the increasing tourist flow to the country. A knowledge gap exists as souvenirs have not been a research focus in Icelandic tourism studies. Studies elsewhere suggest that souvenir buying behaviour is gendered, which raised the question if this is the case in Iceland. The aim of this thesis is to examine if salespeople experienced gender-related differences in tourists‘ buying behaviour in souvenir shops in Iceland. A qualitative study was conducted. Six selected individuals were handpicked and interviewed because of their experience in the souvenir business. The interviews were recorded, transcribed and content analysed. The research question is:
  „Do salespeople experience gender-related differences in tourists‘ buying-behavior in souvenir shops in Iceland?“
  Imported marked accessories souvenirs with a lower price than those made in Iceland, are prominent. The salespeople interviewed report an increase in demand for local souvenirs, designed and manufactured in Iceland. Quality souvenirs with a clear connection to the destination and a reference to the national culture in Iceland, are popular amongst tourists, and the salespeople find it important to Iceland as a host, to be able to offer these kinds of products.
  The main findings suggest that gender-differences in tourists‘ buying-behavior of souvenirs in Iceland, exists. Those findings are in harmony with existing studies of the topic.

Samþykkt: 
 • 10.2.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Skemman.pdf678.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna