is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17347

Titill: 
 • Sálræn streita og verkir í kjölfar efnahagskreppu. Framsýn ferilrannsókn
 • Titill er á ensku Psychological stress and experience of pain following a national economic collapse. A prospective cohort study
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið/tilgangur: Breytingar á efnahag þjóðfélaga geta haft margvísleg áhrif á líf fólks, þar á meðal líkamlega og andlega heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna mögulega breytingar á verkjum (bak-/herðaverkir, tíðir höfuðverkir og kviðverkir) í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi 2008. Að auki voru tengsl streitu og andlegrar líðanar við verkjaupplifun skoðuð sérstaklega.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn ferilrannsókn, notast var við svör 3.503 Íslendinga úr spurningalista sem sneri að fjölmörgum þáttum heilsu. Spurningalistinn var lagður fyrir árið 2007 áður en efnahagskreppan reið yfir og svo aftur árið 2009. Spurningar varðandi þrjár mismunandi gerðir verkja sem höfðu truflandi áhrif á daglegt líf voru notaðar. Streita og andleg líðan voru metin með PSS- 4 og WHO-5 kvörðum. Tvíkosta lógistískri aðhvarfsgreiningu var beitt til að kanna gagnlíkindahlutfallið (Odds ratio) á mögulegum breytingum á verkjum og til að meta líkur á verkjum árið 2009 að teknu tilliti til breytinga á streitu, andlegrar líðanar auk fleiri breyta á milli mælipunktanna tveggja.
  Niðurstöður: Heildartíðni verkja breyttist ekki marktækt milli áranna 2007 og 2009. Þeir sem upplifðu meiri streitu í kjölfar efnahagskreppunnar en fyrir hana voru marktækt líklegri til að hafa verki í baki og/eða herðum (OR 2.24 [CI 1.29-3.88] ) og tíða höfuðverki (4.55 [CI 2.54-8.13]) en þeir sem upplifðu litla streitu á báðum tímapunktum. Þátttakendur sem bjuggu við lélegri andlega líðan árið 2009 en árið 2007 voru líklegri til að upplifa verkjagerðirnar þrjár samanborið við þá sem sem voru við góða andlega heilsu bæði árin (OR 1.42 [CI 1.09-1.84] fyrir bak-/herðaverki,, 1.90 [CI 1.34-2.69] fyrir tíða höfuðverki og 1.98 [CI 1.42-2.77] fyrir kviðverki). Það átti einnig við um þá sem upplifðu lélega andlega líðan bæði árin í samanburði við sama viðmiðunarhóp: OR=2.20 (CI 1.69-2.85) fyrir bak-/herðaverki, OR=3.23 (CI 2.36- 4.42) fyrir tíða höfuðverki og OR=2.57 (CI 1.89-3.50) fyrir kviðverki.
  Ályktanir: Þó ekki sé um að ræða breytingu milli tímapunkta á heildartíðni þeirra verkja sem kannaðir voru, benda niðurstöðurnar til þess að þeir einstaklingar sem upplifðu meiri streitu eða verri andlegri líðan í kjölfar efnahagskreppunnar voru í aukinni áhættu að finna til verkja sem trufluðu daglegt líf árið 2009. Frekari rannsóknir ættu að beinast að þeim langtímaáhrifum sem efnahagskreppur geta haft á heilsufar og taka tillit til sálrænnar líðanar.

 • Útdráttur er á ensku

  Objectives: Changes in economic conditions can impact people ́s lives in various ways and affect both physical and mental health. The aim of our study was to investigate potential changes in reported pain (back- /shoulder pain, frequent headaches and abdominal pain) in association with the economic recession in Iceland 2008. In addition, we investigated potential predictors for these changes, such as stress levels, mental well-being and other variables.
  Methods: A prospective, nationally representative cohort of 3,503 Icelanders answered a questionnaire on health and well-being in 2007, prior to the onset of the economic crisis in Iceland, and again in 2009, one year after the onset. Three items from the questionnaire regarding different types of pain that disturbed daily life were used. Perceived stress levels and mental well-being were measured by the PSS-4 and WHO-5 scales. Binary logistic regression was applied to study possible changes in reported pain as well as to measure odds ratios of reported pain in 2009 with respect to changes in perceived stress, mental well-being and other variables between the two waves of assessment.
  Results: Overall prevalence of experienced pain that disturbed daily life did not change significantly between the years 2007 and 2009. Those who reported higher stress levels after the onset of the economic crisis than before it had significantly higher likelihood of experiencing back-/shoulder pain and frequent headaches, (aORs 2.24 [CI 1.29-3.88] and 4.55 [CI 2.54-8.13], respectively), than those reporting low stress levels at both time points. Participants who reported worse mental well-being in 2009 than 2007 were at higher risk to report pain in all three pain categories (back- /shoulder pain, frequent headaches, abdominal pain) as compared to those who had good mental well-being in both years (aORs 1.42 [CI 1.09-1.84], 1.90 [CI 1.34-2.69] and 1.98 [CI 1.42-2.77], respectively). This was also true for those who had low mental well-being scores at both time points, using the same comparison group; aOR=2.20 (CI 1.69-2.85) for back-/shoulder pain, aOR=3.23 (CI 2.36-4.42) for headaches and aOR=2.57 (CI 1.89-3.50) for abdominal pain.
  Conclusions: The findings indicate that although overall prevalence of experienced pain did not change significantly between 2007 and 2009, experiencing pain that disturbed daily life in 2009 was more likely among individuals with increased stress levels or worse mental well-being after the economic collapse as compared to before. Future studies should focus on long-term consequences that economic crisis can have on health, taking psychological well-being into account.

Samþykkt: 
 • 12.2.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH_SEE.pdf555.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna