Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17365
Markmið verkefnis var að hanna sjálfvirka hreinsistöð fyrir reykköfunartæki Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og þannig fækka mannlegri aðkomu að hreinsun þeirra.
Alþjóðlegar rannsóknarniðurstöður sýna hærri tíðni ákveðinna krabbameina hjá slökkviliðsmönnum en öðrum sambærilegum fagstéttum. Er það rakið til eiturefnaáhrifa sem meðal annars myndast við bruna og slökkviliðsmenn komast í tæri við með innöndun og/eða snertingu.
Reykköfunarbúnaður verður fyrir mikilli efnamengun í reykköfun og þarfnast búnaður sértækra þrifa fyrir næstu notkun. Núverandi hreinsunaraðferð byggir á mannlegri aðkomu með tilheyrandi snertingu.
Niðurstöður skýrslu sýna að með notkun sjálfvirkrar hreinsistöðvar má draga úr mannlegri aðkomu við hreinsun um 73% og með því lágmarka hættu á eiturefnaáhrifum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hreinsistod_reykkofunartaekja.pdf | 12,8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |