Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17366
Ef metan knúnum ökutækjum heldur áfram að fjölga eins og undanfarin ár gæti komið upp sú staða að skortur verði á metani. Þar sem flest ökutæki knúinn af metani eru á stór höfuðborgarsvæðinu verða kannaðir fýsilegir kostir þess að setja þar upp metanstöð. Einnig þarf að finna hentuga
staðsetningu miðað við aðgengi hráefnis. Hvaða hráefni liggur beinast við að nota, hversu mikið af því er aðgengilegt og hver framleiðslugeta þess er.
Gert var mat á kostnaði á slíkri stöð og mögulegri framleiðslu getu.
Í nánnd við höfuðborgarsvæðið fellur frá tæp 70.000 tonn af mykju á ári. Býlin sem um ræðir eru fá en stór sem gerir það að verkum að aðgengi er þægilegt. Þar með er stærsta partinn af mykjunni hægt að nota til metanframleiðslu. Ákjósanlegast
væri að byggja nálægt svínabúi þar sem hráefnið frá þeim er sem stöðugast. Auðveldlega væri hægt að framleiða eina milljón Nm3 ári. Kostnaðaráætlun á slíkri stöð væri um 800 milljónir króna, þar með talið lóð,jarðvinnu, uppsetningar og hreinsivirki. Miðað við söluverð á metani í dag mundi slík stöð ekki borga
sig. Ljóst er að Íslendingar verða að auka framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti sé tekið tillit til 2020 markmiðs stjórnvalda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni.pdf | 5,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |