is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17370

Titill: 
  • Titill er á ensku Potential Effects of Global Climate Change on Cetaceans Distribution in a Small Scale Feeding grounds in Iceland, Skjálfandi Bay
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um þessar mundir eru örar loftslagsbreytingar að gerast, með miklum áhrifum á vistkerfi sjávar. Íslandsmið eru auðug af næringarefnum og lífmagni og fjöldi lífvera leita á þessi mið til að afla sér næringar. Rannsóknirnar beindust að umfangi hvala, einkum á þeirra helsta fæðuöflunartíma (maí-september). Útbreiðsla hvalategunda í Skjálfandaflóa var metin út frá talningum frá hvalaskoðunarbátum árin 2004 til 2012. Rannsóknirnar beindust að hrefnu (Balaenoptera acutorostrata, N=593), hnýðingi (Lagenorhynchus albirostris, N=281), hnúfubak (Megaptera novaeangliae, N=363) og hnísu (Phocoena phocoena, N=89). Útbreiðsla hvalanna var metin með hjálp landfræðilegra upplýsingakerfa, og tengsl á milli umhverfisþátta og tilvistar/fjarvistar hvalanna var metin með hjálp líkana (General Additive Models, GAMS). Við gerð líknanna var miðað við að tilvist/fjarvist hvalategundanna væri svarbreyta, á meðan umhverfisþættir (þ.e. dýpi, fjarlægð frá landi, halli undirlags (botnsins), staðalfrávik halla undirlagsins, yfirborðshiti sjávar (SST), staðalfrávik SST og blaðgræna (chlorophyll-a)), framboð af fæðu (þorskur, loðna og síld) og tími ársins (mánuður) voru skýribreytur. Niðurstöður sýna að útbreiðsla hvalanna mótaðist einkum af dýpi og fjarlægð frá landi. Fyrir hnýðing og hnísu var fjarlægðin frá landi mikilvægasta skýribreytan, en fyrir hrefnu og hnúfubak var dýpið mikilvægasta skýribreytan. Líkönin útskýrðu 9.95, 12.6, 14.3 og 7.34% af fráviki fyrir hverja tegund. Breytan mánuður var á mörkum marktækni fyrir hnýðing, hnísu og hnúfubak. Hrefnan og hnúfubakurinn dvöldu einkum á dýpra vatni (200-350 m dýpi), en hnýðingur og hnísa einkum á svæðum með 100 til 300 metra dýpi. Niðurstöðurnar benda til þess að loftslagsbreytingar hafi um þessar mundir óbein áhrif á ofangreindar hvalategundir og einkum þó á útbreiðslu fæðutegunda þeirra, auk annara líffræðilegra þátta (samkeppni, far). Það er því mikilvægt að skipuleggja framtíða mælingar á þann hátt að þær nýtist til verndar og stjórnunar og auðveldi skilning á vistfræði og útbreiðslu hvala í tíma og rúmi á svæði sem er mikilvægt vegna hvalaskoðunar, þ.e. Skjálfandaflóa.

  • Útdráttur er á ensku

    Global climate change is having major impacts in marine ecosystems. Icelandic waters represent an area rich in nutrients that enhance marine biodiversity. This study focuses on providing a baseline data on cetacean distribution and habitat preference in Skjálfandi Bay during the feeding season (May-September) and how these may be influenced by current and future global climate scenarios. Distribution patterns were investigated by analyzing cetacean sightings data collected onboard whale watching platforms from 2004–2012. The species included in this study comprise White-beaked Dolphins (Lagenorhynchus albirostris, N=461), Harbour Porpoises (Phocoena phocoena, N=236), Humpback Whales (Megaptera novaeangliae, N=711) and Minke Whales (Balaenoptera acutorostrata, N=856). Cetacean presence and survey effort were incorporated into a Geographical Information System (GIS) and relationships between environmental variables and cetacean presence/absence were determined using General Additive Models (GAMS). The presence/absence of each cetacean species were considered as the response variable while at set of eco-geographical variables (i.e. depth, distance to coast, bottom slope, standard deviation of slope, sea surface temperature (SST), standard deviation of SST, chlorophyll-a and prey abundance from cod, capelin and herring) were considered as explanatory variables together with month. Models explained 9.95%, 12.6%, 14.3%, and 7.34% of deviance respectively. The distribution of the species was influenced by depth and distance to coast. White-beaked dolphins and harbour porpoise presence was better explained by distance to coast while minke and humpback whales presence was better explained by depth. Humpback and minke whales seem to be associated with more productive areas (i.e. higher chlorophyll-a) while white-beaked dolphin and harbour porpoise presence seem to be associated with higher variability in seabed steepness and rugosity. The results from this study suggest that climate change can have effects on the studied cetacean species, specifically by influencing their prey distribution promoting interspecific competition. Therefore, it will be essential to promote measurements for conservation and management in order to understand temporal patterns of cetacean distribution in an area intensively used by whale watching platforms such as Skjálfandi Bay.

Samþykkt: 
  • 14.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ann Carole Vallejo (1).pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna