Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17375
Verkefni þetta fjallar um hvort hægt sé að brjóta svell á túnum til að koma í veg fyrir kalskemmdir. Ætlunin er að kanna hvort hægt sé að nota hefðbundinn dreginn valtara með smá breytingum til verksins. Breytingarnar felast m.a. í styrkingu tromlunnar til að geta komið fyrir göddum utan á hana. Hlutverk gaddanna er að brjóta upp svell á túnum og koma þannig súrefni að grasinu.
Í fyrri hluta verkefnisins eru gerðar tilraunir til að kanna hvað þarf mikinn kraft til að brjóta klaka. Prófað var að brjóta nokkrar þykktir af klaka með tveimur gerðum af undirlagi vegna breytilegs jarðvegs. Lagt er mat á niðurstöður rannsóknanna sem framkvæmdar voru í Háskólanum í Reykjavík. Áætlað er með reikningum hversu mikill brotkraftur fæst með notkun klakabrjóts. Brotkrafturinn samanstendur af þyngdar- og hröðunarkrafti.
Í seinni hluta verkefnisins var klakabrjótur hannaður og álagsgreindur með hjálp Inventor teikniforrits og Ansys greiningarforrits. Leitast er við að hafa hönnunina eins einfalda og kostur er til að halda rekstarkostnaði og kostnaði við smíði slíks búnaðar í lágmarki. Þetta er gert til að auðvelda útbreiðslu á klakabrjótnum ef hann virkar eins og til er ætlast. Niðurstöður skýrslu gefa til kynna að svo sé.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_skil_3_12_x.pdf | 4,95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |