is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17381

Titill: 
 • Kostnaðarsöm og vandmeðfarin lyf á Íslandi. Staða og samanburður við nágrannalönd
 • Titill er á ensku Expensive and challenging medicines in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur kostnaður vegna svokallaðra sjúkrahúslyfja vaxið nokkuð hraðar en aðrir þættir heilbrigðisþjónustu. Ástæður sem rekja má almennt til þessarar þróunar síðasta áratuginn eða svo og áhrifa gætir svo til alls staðar eru hins vegar nokkuð vel þekktar og liggja meðal annars í strangari klínískum viðmiðum, dýrum tækninýjungum, auknum kröfum sjúklinga og breytingu lýðfræðilegra þátta eins og hækkandi aldri þjóða. Skoðað var hvaða lyf um ræðir og þróun málaflokksins skoðuð.
  Um er að ræða tilviksrannsókn. Markmið rannsóknar var að ná yfirsýn yfir hvernig upptöku og notkun sjúkrahúslyfja er háttað og hvert stefndi. Helstu gögnum var safnað á fyrstu mánuðum ársins 2013. Gagnasöfnunaraðferðir voru blandaðar; spurningalistar, viðtöl, gagnabankar, opinber gögn og ritaðar heimildir.
  Lagabreyting sem tók gildi í maí árið 2013 skilgreinir nýjan flokk lyfja sem kallast leyfisskyld lyf og skulu lyfin eingöngu notuð í samræmi við klínískar leiðbeiningar og teljast þau jafnan kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Samfara var skipulagi og aðkomu stofnana/aðila að þessum lyfjum breytt og meginbreytingum er lýst. Viðhorf og sjónarhorn valinna hagsmunaaðila vegna breytinga og kerfisins almennt voru einnig könnuð. Litið var til annara landa og valdir þættir bornir saman. Stuðst var við lyfjalista og ATC-flokkunarkerfið. Takmarkanir og gæði rannsóknarinnar eru háð þeim aðferðum sem notaðar voru við gagnasöfnun og úrvinnslu ásamt upplýsingum sem vantar og getur dregið úr innra réttmæti.
  Niðurstöður gefa til kynna að nokkur munur er á lyfjanotkun milli þeirra landa sem skoðuð voru ef horft er á þá ATC-kóða sem voru valdir og skilgreinda dagskammta á 1000 íbúa. Útlit er fyrir að aðgengi og notkun sé nokkuð misjöfn á hverjum tíma eftir svæðum/einingum.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years costs regarding hospital medicines have risen faster than other components of healthcare. Reasons underlying this trend the last decade or so and effects seen everywhere are however fairly well-known comprising stricter clinical targets, expensive new technologies, increasing demand of patients and demographic changes such as agening populations amongst others. Main medicines and the development of the field are examined.
  The design is a case study. The goal of the research was to provide an overview of how uptake and use of hospital medicines is organized and wheather/which trends are visible. The bulk of the data was collected during the first months of 2013. Data collection methods were mixed; questionnaires, interviews, data banks, public records and other documentation.
  A legislation change took effect in May 2013 that defines a new group of medicines, subject to authorization and only to be used in compliance with guidelines, -the expensive and challenging medicines. Consequently, the approach of decision makers was altered, and a description of the changes is given. Attitudes and perspectives of selected stakeholders regarding the change and the system was also examined. Selected factors across countries were compared. Drug-lists and ATC-system were used. Limitations and quality of the research are dependent on methods used for collecting and processing data together with missing data and can reduce the internal validity.
  Results indicate some differences in drug utilization across countries examined in terms of the selected ATC-codes and defined daily doses per 1000 inhabitants. It appears that access and usage is quite varied across regions/units at given points in time.

Samþykkt: 
 • 19.2.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð. Sara Hillers. 14.02.2014.pdf1.37 MBOpinnHeildartexti án viðaukaPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit ritgerðar. skil.pdf7.04 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá ritgerðar. skil.pdf196.77 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar. skil.pdf334.53 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna