Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17390
Í þessu verkefni hefur verið skoðaður sá möguleiki hvort raunhæft sé að nota trefjastyrktar plötur á fyllingu í stað hinnar hefðbundnu járnbentu plötu sem mikil hefð hefur skapast fyrir að nota. Tekin eru til umfjöllunar möguleg álagstilfelli sem verka á yfirborð platna og hentugar reikniaðferðir til að meta burðarhæfni þeirra. Einnig hafa verið skoðaðir efniseiginleikar þeirra byggingarefna sem hér hafa verið nefnd. Í verkefninu er tekin fyrir ein reikniaðferð sem notast var við til að sýna fram á burðarhæfni steyptrar plötu á fyllingu gagnvart punktálagi.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að sá möguleiki er fyrir hendi að nota trefjastyrkta steinsteypu í stað hinnar hefðbundnu plötu sem styrkt er með samhangandi járnagrind þar sem það á við. Þó getur framkvæmdarkostnaður trefjastyrktra platna verið mun meiri og fyrir verða að liggja upplýsingar um þau áhrif sem trefjarnar hafa á burðarhæfni steinsteypu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BSc_Lokaverkefni_Þorsteinn_Eggertsson.pdf | 2,59 MB | Open | Complete Text | View/Open |