is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17401

Titill: 
  • Börn alkóhólista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.A. prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin er hefðbundin rannsóknarritgerð þar sem aflað er gagna úr fræðilegum heimildum. Leitað verður svara við því hvaða áhrif alkóhólismi hefur á fjölskylduna, hver einkenni barna alkóhólista eru og hvaða úrræði eru í boði. Helstu niðurstöður eru þær að fjölskyldumeðlimir verða fyrir mismiklum áhrifum af alkóhólisma en þau virðast þó vera í flestum tilfellum neikvæð og hafa skað¬leg áhrif bæði félagslega- og tilfinningalega. Því er nauðsynlegt að huga að líðan barnanna og tilfinningarlífi þeirra svo þau geti öðlast innri ró. Börn alkóhólista upplifa gjarnan skömm, sektarkennd, kvíða, reiði og þunglyndi ásamt því að eiga í erfiðleikum með náin samskipti þar sem tilfinningalíf þeirra er í ójafnvægi. Ýmis úrræði eru í boði þar sem börn alkóhólista geta unnið úr þeim áhrifum sem þau hafa orðið fyrir. Úrræðin sem miða sérstaklega að börnum alkóhólista eru af skornum skammti en hins vegar fá börnin oft aðstoð vegna annars konar vanda, svo sem félagslegs-, hegðunar-, þunglyndis- eða kvíðavanda. Mikilvægt er að veita börnunum viðeigandi aðstoð svo þau getu unnið markvisst úr þeim vanda sem þau urðu fyrir sökum alkóhólisma foreldra eða annarra fjölskyldumeðlima.

Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn Alkóhólista- Elísabet Ýrr og Guðrún Halldórs.pdf773.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna