Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17404
Þrátt fyrir að á Íslandi sé skóli án aðgreiningar opinber stefna í skólamálum þá eru einnig fleiri möguleikar í boði í námi fyrir fötluð börn sem eru sérdeild og sérskóli. Í skóla án aðgreiningar er lögð áhersla á að nemandi stundi nám við hæfi í sínum heimaskóla og sé sem allra mest inn í bekk með jafnöldrum sínum. En samkvæmt lögum geta grunnskólar stofnað sérdeildir innan grunnskóla (Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, 2010).
BA verkefni þetta er unnið út frá eigindlegri rannsókn sem fram fór sumarið 2013 þar sem tekin voru viðtöl við fjóra þroskaþjálfa sem starfa í grunnskóla. Tvær þeirra starfa í sérdeild og hinar tvær starfa í almennum bekk. Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á reynslu og sýn þroskaþjálfanna á starfi sínu í þessum tveimur mismunandi námsúrræðum og bera þau svo saman. Hver er sýn þroskaþjálfa á nám nemenda í sérdeild annars vegar og í almennum bekk hins vegar og í hverju felst sá munur? Í rannsókninni var sú sýn skoðuð með hliðsjón af þeim lögum og reglugerðum sem gilda og varða þennann málaflokk. Niðurstöður benda til þess að munur á sérdeild og almennum bekk sé í raun ekki svo ýkja mikill þegar kemur að menntun fatlaðra nemenda. Svo virðist vera sem að þetta snúist um matsatriði hverju sinni og að þetta sé einstaklingsbundið hvort námsúrræðið henti fremur fyrir nemanda, sérdeild eða almennur bekkur. Tveir þáttakendanna töldi þó sinn starfsvettvang henta betur fyrir nemendur með fötlun en hinir tveir höfðu þá skoðun að meta þyrfti hvert tilvik fyrir sig og bæði sérdeild og almennur bekkur þyrfti að vera í boði fyrir nemendur. Þroskaþjálfarnir starfa samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda um málaflokkinn en bera fyrst og fremst hagsmuni nemenda sinna fyrir brjósti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil 13.janúar 2014 BA verkefni.pdf | 438,42 kB | Lokaður til...03.09.2083 | Heildartexti |