is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17405

Titill: 
  • Færni bætir fæðuval : leiðir til að auka þekkingu á hráefnum, notkun þeirra og meðhöndlun með stuttum myndböndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinagerð þessi fjallar um sýnikennslumyndbönd sem gerð voru fyrir verkefnið Equity in health sem er samstarfsverkefni fimm Evrópulanda. Markhópur þessa verkefnis hér á landi eru börn og unglingar í fjölskyldumiðaðri atferlismeðferð við offitu í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Markmið myndbandanna er að auka verkkunnáttu í matreiðslu og stuðla þannig að auknu heilsulæsi. Eftir að hafa horft á myndböndin ætti að vera hægt að átta sig á hvernig á að meðhöndla ýmis matvæli og hvernig þeirra er neytt. Einnig eiga myndböndin að vekja áhuga og virka hvetjandi til að prófa nýjar matvörur og nota þær matvörur á fjölbreyttari máta. Hugtakið heilsulæsi er útskýrt og niðurstöður ýmissa rannsókna á gagnsemi sýnikennslu með myndböndum kynntar. Félagsnámskenning Alberts Bandura er notuð til að rökstyðja val á sýnikennslu sem kennsluaðferð og vitnað er í rannsóknir sem sýna að einstefnumiðlun líkt og sýnikennslan geta verið mjög áhrifaríkar kennsluaðferðir. Farið er yfir hvað þarf að hafa í huga þegar sýnikennslumyndbönd eru búin til og framkvæmd myndbandanna er nákvæmlega útlistuð. Einnig fylgja leiðbeiningar við gerð myndbandanna með í viðauka. Niðurstöður þessarar greinagerðar eru að sýnikennsla virkar vel til að kenna ákveðna færni og þá ekki síst ýmsum jaðarhópum og þeim sem glíma við fötlun. Sýnikennslumyndböndin sem fylgja greinagerðinni geta hentað vel til að auka heilsulæsi hjá ákveðnum hópi einstaklinga. Þau ýta undir fjölbreytt fæðuval og gefa einstaklingum tækifæri á að læra hvernig má velja og framreiða fjölbreytt úrval ávaxta, grænmetis og heilkorns.

Styrktaraðili: 
  • Leonardo starfsmenntunaráætlun Evrópusambandsins
Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Rut Lokaverkefni 2014 PDF.pdf859.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna