Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17408
Trúleikur er lokaverkefni til B.Ed-prófs í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið hefur að geyma námsspil í trúarbragðafræði fyrir efsta stig grunnskóla og fræðilega greinargerð.
Námsspilið Trúleikur er samið í tengslum við kennslubókina Maðurinn og trúin eftir Gunnar J. Gunnarsson. Í spilinu fást nemendur við helstu trúarbrögð heims; gyðingdóm, kristna trú, íslamstrú, hindúasið og búddhatrú. Í spilinu þurfa nemendur að beita leikrænni tjáningu til þess að tjá, túlka og bera saman trúarlegar athafnir, hátíðir, siði, hefðir, trúarbókmenntir og tákn helstu trúarbragða. Þeir þurfa einnig að útskýra hvaða áhrif trúarbrögð geta haft á einstaklinga, hópa og samfélög og hvað sé ólíkt eða sérstætt með trúarbrögðum heimsins. Markmið spilsins er að dýpka skilning nemenda á námsefninu Maðurinn og trúin, brjóta upp kennslu í trúarbragðafræði og stuðla að því að gera kennslu líflegri og skemmtilegri.
Greinargerð þessari er ætlað að sýna fram á tengsl fræða við notkun námsspila í kennslu og ávinning þess að samþætta spil og leikræna tjáningu við kennslu í trúarbragðafræði á efstu stigum grunnskóla. Einnig er gerð grein fyrir stöðu námsgagna í trúarbragðafræði og mikilvægi þess að skólastarf sé skemmtilegt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð-lokahandrit.pdf | 13.79 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal-myndir.pdf | 13.35 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |