is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17411

Titill: 
  • Ólík sjónarhorn á fötlun, lög og þjónusta : áhrif mismunandi sýnar á fötlun, á búsetu fatlaðs fólks og störf þroskaþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sambærileg réttindi við almenning hefur verið baráttumál fatlaðs fólks frá upphafi. Jákvæðar breytingar hafa orðið á réttindum fatlaðs fólks og aðstæðum þeirra undanfarin ár og áratugi. Unnið var með það markmið að varpa ljósi á hvernig ólík sýn samfélagsins á fötlun hefur haft áhrif á búsetuþróun fatlað fólks. Enn fremur er skoðað hvernig ólík sýn á fötlun hefur haft á störf og reglugerð þroskaþjálfa. Niðurstaða þessra ritgerðar er að mikið hefur áorkast í réttindabaráttu fatlaðs fólks og búsetuþróunin er á þann veg að tímar altæka stofnanna eru liðnir, tímar sambýla eru ríkjandi og notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) gæti verið framtíðin. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf hefur rutt sér til rúms í lögum og verður áhugavert að fylgjast með framvindu samstarfverkefnisin um NPA en það stendur til að vera lögfest sem ákvæði til bráðabirgða í lögum um málefni fatlaðra árið 2014. Réttindi fatlaðs fólks eru lögfest í mörgum sáttmálum og sérlögum en svo virðist sem að þau séu ekki alltaf innleidd í þjónustuna, mjög mikilvægt er að þjónustan sem er veitt fötluðu fólki fylgi gildandi lögum. Það er hlutverk þroskaþjálfa að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks séu virt og þjónustan sé í samræmi við ríkjandi lög og hugmyndafræði

Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pdfpala_skilalokaverkefni2014 (1).pdf451.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna