is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17431

Titill: 
 • Samskipti og samvinna foreldra af erlendum uppruna og starfsfólks á leikskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um fræðilega og lagalega þætti sem tengjast velferð barna og fjölskyldna þeirra. Hvernig best sé að haga foreldrasamvinnu á leikskólum og hversu nauðsynlegt sé að byggja upp gott foreldrasamstarf og samvinnu. Hve mikilvægt það er fyrir leikskólastjóra og starfsfólk hans að setja sér ákveðnar vinnureglur þegar kemur að aðlögun og samskiptum/samvinnu við foreldra, hve mikilvægt það er að hafa í huga þá heimamenningu sem barnið býr við þegar kemur að kennslu.
  Markmið rannsóknarinnar var að afla vitneskju um hvað fulltrúar þriggja hópa (starfsmenn, íslenskir foreldrar og foreldrar af erlendum uppruna) höfðu að segja um reynslu þeirra af aðlögun barna að leikskóla, hvað fannst þeim gagnast best, hvernig upplýsingaflæðinu var háttað, mikilvægustu þættirnir í tengslum við samskiptin og samvinnuna og að hve miklu leyti heimamenningin var tekin inn í skipulagið hjá leikskólunum.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og gagnasöfnun fór fram í febrúar og mars 2013. Hér var um mjög lítið úrtak að ræða og fyrir vikið er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum en þær gefa þó ákveðnar vísbendingar sem hægt er að vinna áfram með.
  Viðmælendur í rannsókninni voru sammála um að beita þyrfti fjölbreyttum leiðum til þess að mynda gott og farsælt samstarf á milli leikskóla og heimilis, mikilvægi hinna daglegu samskipta í upphafi og lok dags. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka foreldra í skólastarfi barna þeirra hefur gífurleg áhrif á áframhaldandi skólagöngu og því fyrr sem þessi þátttaka hefst því betri verður námsárangurinn hjá börnunum síðar meir.

Samþykkt: 
 • 5.3.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind K. Lyngmo.pdf567.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna