is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17434

Titill: 
  • „Þetta er bara partur af menningunni hér og maður verður bara að synda með“ : reynsla erlendra foreldra af því að byrja með barn í íslenskum leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að varpa ljósi á reynslu og upplifun erlendra foreldra af því að byrja með barn í leikskóla og skoða hvernig leikskólinn og sveitarfélagið styðja við aðlögun barns og foreldra að leikskólanum. Í rannsókninni er eftirfarandi rannsóknarspurning lögð til grundvallar: Hver er reynsla erlendra foreldra af því að byrja með barn í íslenskum leikskóla?
    Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn. Við gagnaöflun voru tekin hálfopin viðtöl við foreldra sex barna í tveimur leikskólum í einu sveitarfélagi. Móttökuáætlun leikskólanna fyrir tvítyngd börn var skoðuð, sem og stefnumörkun sveitarfélagsins um þjónustu og móttöku á erlendum börnum og foreldrum þeirra í leikskóla.
    Niðurstöður benda til þess að erlendir foreldrar í þessum tveimur leikskólum séu almennt ánægðir með leikskólann sinn og starfið sem þar er unnið, þó þekking þeirra á námsstefnu leikskólanna sé takmörkuð. Einnig benda niðurstöður til þess að erlendir foreldrar þurfi oft að hafa frumkvæði að samskiptum við starfsfólk og skortur sé á upplýsingaflæði og virkri þátttöku foreldranna innan leikskólans. Tungumálaerfiðleikar hafi áhrif á samvinnu og samskipti á milli foreldra og starfsfólks leikskólans og dragi úr þátttöku foreldranna við opinbera viðburði, eins og foreldrafundi. Enn fremur benda niðurstöður til þess að bæta þurfi aðlögun barna og foreldra þeirra og horfa meira til menningarlegs bakgrunns þeirra. Síðast en ekki síst verður að nefna að erlendu börnin eiga lítil sem engin samskipti við önnur börn af leikskólanum utan hefðbundins leikskólatíma. Sama má segja um erlendu foreldrana. Þeir tengjast ekki öðrum foreldrum innan leikskólans.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research is to look at the experience of foreign parents when their child starts preschool and explore how the preschool and the town support the adaptation of the child and the parents at the preschool. In the research the following hypothesis is explored: What is the experience of foreign parents when their child starts in an Icelandic preschool?
    This is a qualitative research done by interviewing the parents. To gather data semi structured interviews were done with parents of six children in two preschools in one town. Orientation plan for the bilingual children for the preschools was investigated and also the town's plan as to services for foreign born children and their parents.
    The results show that foreign born parents in those two preschools are generally happy with the preschools and the programs that are offered, even though their knowledge of the curriculum is limited. Also the results show that foreign born parents frequently instigate the communication with the preschool and there is lack of communication from the preschool and active participation at the preschool by those parents. Language difficulties influence the cooperation and communication between the parents and employees of the preschools and limit the participation from the parents for scheduled events like parent teacher conferences. The research further shows the need to improve adaptation of the children and their parents and look more at their cultural background. Last, but not the least, it should be mentioned that foreign born children have almost no communication (play dates) with other children from the preschool outside normal school hours. The same can be said of the parents, they do not associate with other parents from the preschool.

Samþykkt: 
  • 5.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna H. Leifsdóttir MEd ritgerð Lokaskjal.pdf908,56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna